Prestafélagsritið - 01.01.1920, Qupperneq 141
Prestafélagsritið.
Kristindóms- og kirkjumál.
135
ar, svo oft hafa þær þó orðið fegnar á erfiðu dögunum
að leita sér svölunar úr lindum trúar og bœnar.
Ég vildi lítið eitt minnast á hvernig þetta er erlendis,
og er ég því þá kunnugust í Skotlandi, en því miður get
ég ekki gert svo Ijósa grein fyrir því sem ég fegin vildi,
og bið velvirðingar á því fyrirfram.
Skotland ér kirkjunnar land. — Útlendingur er ekki
'búinn að dvelja þar lengi, þegar hann finnur þessa sam-
úð og hlýju, sem andar þar frá hverju húsi til prestsins
og kirkjunnar. »Hafið þér verið í kirkju hér?« er oft ein
af fyrstu spurningunum, sem lögð er fyrir hann; og svo:
»Komið þér nú til okkar kirkju næst, við höfum svo
ágætan prest; ég get sótt yður, ef þér ratið ekki«.
Eða þessi dásamlega tilhliðrunarsemi í kirkjunni, að
þrengja sér saman, svo að allir geti setið, bjóða bók, að
sem ílestir geti sungið.
Fyrsta sunnudaginn, sem ég var í sjúkrahúsinu í Edin-
borg, þótti mér það kynlegt, að nokkrir ungir menn komu
með börn í fanginu og létu þau í rúmin hjá okkur; fleiri
sjúklingar komu einnig, sem gátu gengið sjálfir. Eftir það
faófu þeir guðsþjónustu; allir sungu. Þeir lásu ritningar-
fcafla á víxl, og skýrðu þá, eða lögðu út af þeim. Eg
spurði stúlkuna, sem næst mér var: Eru þetta guðfræð-
ingar? »Nei«, sagði hún og brosti, »það eru stúdentarnir
akkar«. (þ. e. úr læknadeildinni). Ég hugsaði heim. . . .
Ég hafði verið á spítala í Rvík sumarið 1883, og þekt
þar lil næstu árin á eftir, en aldrei orðið vör við neitt
þessu líkt. En síðan veit ég, hve ástúðlegar systur guð-
fræði og læknisfræði geta verið, með því líka að fjöldi
enskra trúboða eru einnig læknar, og ekkert starf á jörð-
unni getur verið meira fullnægjandi, bæði þeim, sem veita
og þiggja, en það tvöfalda líknarstarf.
Ég nefndi áðan islenzkar konur. Ég er sannfærð um,
að, ef þær beittu sér betur en verið hefir í þjónustu krist-
indómsins í söfnuðunum, þá hlyti það að hafa blessunar-
rík áhrif. Erlendis liggja að vísu ótal æðar út frá kirkj-