Prestafélagsritið - 01.01.1920, Qupperneq 146
140 Arnór Sigurjónsson: Prestnféiagsritiat
j'ms eyðingaröfl sannrar menningar og farsældar sem
nauðsyn liennar, eða sem storma og él, sem mundu iæ'gja
og birta upp af sjálfu sér.
Mentunin hefir verið vitsmunamentun umfram alt. Þekk-
ing og leikni hefir verið uppeldismark allra skóla. Og á
þessu sviði hefir mannkyninu fleygt stórum fram. Jörðina
og náttúruöflin hefir það gert sér undirgefin meir og meir.
Og því hefir sollið móður og séð eigin menningu með
vaxandi aðdáun. »Og þetta verða menn að horfa upp á í
hinum mentaða heimi á sjálfri tuttugustu öldinni eftir
Krists fæðingu«, hefir verið venjulegt viðkvæði, þegar eitt—
hvað hefir þótt lýsa menningarskorti.
Þjóðmálin hafa svo eindregið verið efst á dagskrá allra
almennra mannfélagsmála, að þjóðmál og almenn mál
hafa verið fjölda manna óaðskiljanleg hugtök. Aldrei hefir
verið leitast við af meiri alúð að reisa þegnfélagsskapinn
(þjóðfélögin) á sönnum mannréttindum og frelsi. Stöðugar
breytingar, smáar og stórar, á stjórnarskrá eða skipulagi
þjóðfélagsins, hafa ekki verið einkennandi fyrir okkur ís-
lendinga eina, heldur allan »hinn mentaða heim«. Alstaðar
liafa menn verið að leita eftir formi fyrir frelsið og lífið.
En mitt i menningunni, framförunum, framþróuninni,
byltingunum, frelsinu, hraðanum og órónni hafa þó altaf
j'msir litið um öxl með hrifningu, löngun og þrá til fyrri
tíma, þegar barátta mestu andlegu hetjanna stefndi að
því, að ná valdi yfir sjálfum sér og guðsfriði í sálina. Og
þegar arði starfs og fyririækja var einkum varið til að
byggja klaustur eða veglegar kirkjur, þar sem menn krupu
í auðmýkt frammi fyrir helgidómi sinum og leituðu sér
innri styrks og guðs náðar í trú og bæn. Spurningin:
»hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og
fyrirgera sálu sinni?« hefir altaf geymst í djúpi mannssál-
arinnar. Og ýmsir hugsandi menn hafa litið með alvar-
legri gagnrýni á nútima menninguna. »Við stærum okkur
af, að hafa gert jörðina okkur meir undirgefna en nokkru
sinni fyr, — í raun og veru höfum við aldrei verið jörð-