Prestafélagsritið - 01.01.1920, Side 148
142
Arnór Sigurjónsson:
Prestafélagsritið-
þjóðareðli og trúarlífi. Sjálfir segja Sviar, að voldugur skóg-
urinn með djúpri kyrð og þungum þyt hafi alið þjóðina
upp til draumlyndis og innilegs trúarlífs. Víst er um það,.
að þeir hafa altaf verið trúhneigð þjóð. í fornöld voru
þeir mestir blótmenn Norðurlandaþjóðanna og héldu fast-
ast og af mestri alvöru við fornan sið. í katólskum sið
náði og klausturlifnaðurinn á Norðurlöndum mestum
blóma í Svíþjóð, enda áttu Svíar einir Norðurlandaþjóð-
anna þjóðlega klausturreglu (Birgitturegluna). Allir kannast
við stórdáð þeirra í þrjátíu ára stríðinu, þegar þeir björg-
uðu lútersku kirkjunni. Stórmenni þeirra og skáld hafa
nærri undantekningarlaust verið innilegir trúmenn. Nægir
að nefna Gustaf Adolf, Olof Rudbeck, Carl v. Linné,.
Esajas Tegnér, Erik Gustaf Geijer, Pontus Wikner og
Viktor Rydberg.
Fram til 1850 hafði sá eldur, er knúði Svía út í þrjátíu
ára slríðið nægt lil að verma upp sænsku kirkjuna. Að vísu
markaði öldurót tímans, og einkum andlegu byltingarnar
fyrir 1800, nokkur spor í trúarlíf þeirra, en í aðalatriðum
var það liið sama. En laust fyrir 1850 hófst Roseniusar-
hreyfingin, kend við Norrlendinginn Carl Olof Rosenius,.
einhvern alvörumesta trúmann, er Svíar liafa átt. En þótt
stefna hans væri strangkristileg, vildi sænska kirkjan aldrei
viðurkenna hann, og það átti síðar drjúgan þátt í innbyrðis-
sundrung hennar síðari hluta aldarinnar. Sjálfur vildi
Rosenius ekki skilja við þjóðkirkjuna, en einn af læri-
sveinum hans, Paul Peter Waldenström, stofnaði til frí-
kirkjuhreyfingarinnar í Svíþjóð, er um skeið greip all-
mjög um sig. Samhliða því, eða nokkru fyr, byrjaði og
biblíugagnrýnin nýja og framþróunarkenningin að hafa
áhrif á trúarlííið og trúarvísindin. Þessi nýja, frjálslyndari
stefna, fékk meðal annars mjög ötulan og áhrifamikinn
talsmann, þar sem var skáldið Viktor Rydberg. Áhrif
þessara hreyfinga voru alt annað en glæsileg fyrir kirkj-
una. Ráðandi menn hennar voru þeim andvigir, en urðu
að láta undan síga fet fyrir fet. Barátta þeirra var varnar-