Prestafélagsritið - 01.01.1920, Side 150
144
Arnór Sigurjónsson:
Preslafélagsritið.
var stofnað 1901. Um sama leyti fékk guðfræðideild há-
skólans tvo ágæta kennara, er síðan hafa verið mestu
skörungar sænsku kirkjunnar, Nathan Söderblom, núver-
andi erkibiskup í Uppsölum, og J. A. Eklund, nú biskup
í Karlstad, og svo litJ.u síðar Einar Billing prófessor, son
Billings biskups í Lundi.
Af þessum mönnum er Söderblom vafalaust mestur
skörungur í gerð, og sá, er mest hefir hriíið stúdentana
með störfum sínum. Eklund hefir bent skj'rast á gildi og
helgi kirkjunnar. En Billing er af mörgum talinn alvöru-
mesli og djúpsæjasti guðfræðingurinn og færastur að rétta
þeim höndina, er lengst leita og dýpst.
Árangurinn af starfi þessara manna varð fljótt ijós.
Trúaráhugi stúdentanna fór æ vaxandi. Einkum virðist
stúdentamót í Husquarna sumarið 1907 hafa haft mikil
áhrif í þá átt. J. A. Eklund hóf þar umræður um æsk-
una og sænsku evangelisku kirkjuna, og þar komu fyrst
opinberlega fram ýmsar þær hugsjónir, er borið hafa uppi
ungkirkjuhreyfinguna. Veturinn eftir var trúarlíf stúdent-
anna með mjög einkennilegum blæ. Það var líkast því,
að nýir voldugir kraftar væru að losna úr læðingi. Sá
sem mest hafði áhrilin í kristilega stúdentafélaginu þann
vetur var Robert Sundelin — nú prestur í Uppsölum.
Stúdent einn segir f endurminningum sínum frá þeim
árum: »Við höfum á vorum tímum séð, — sem slundum
hefir og hent á liðnum öldum —, hvernig guð, þegar
iími er til kominn, gripur inn í og sviftir burt svefnþoku
hugsunar- og hirðuleysis. — — Svo var það áreiðanlega,
þegar Robert Sundelin byrjaði að tala til okkar í stú-
dentafélaginu. Hann hafði fyr verið þar kyrlátur og liljóð-
ur, svo var alllangur tími, sem hann kom þar alls ekki.
En þegar hann kom aftur, þektum við hann naumast
fyrir sama mann«. Hann eggjaði ekki til neinna fram-
kvæmda út á við, heldur til trúar og siðgæðis, til »að
fyrirgefa, fórna og umbera vegna drottins«. Þenna vetur
vaknaði og sú hugsun hjá sumum stúdentunum, að þeir