Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 151
I’restafélagsritið. Ungkirkjuhreyfingin sænska.
145
ýrðu að gera eitthvað fyrir kristilega menningu þjóðar-
innar á líkan hátt og Verðandi1) fyrir þegnfélagsmenn-
inguna. En það var fyrst haustið eftir, að þessar hugsanir
urðu skýrar og fengu fast form. Nú tók líka sá maður
forustuna, er mestan átti eldinn, framsæknina og vík-
ingshugann — Manfred Björkquist. Og það er hann, er
hrundið hefir ungkirkjuhreyfingunni af stað og borið hana
uppi með stórfeldum hugsjónum og foringjahæfileikum.
Manfred Björkquist er prestssonur norðan frá Anger-
manlandi. En námið, sem hann stundaði við háskólann,
var þó ekki guðfræði, heldur saga, heimspeki og upp-
■eldisfræði. Hann er því leikmaður, þótt hann hafi verið
rnanna áhrifamestur um trúmál og kirkjumál Svia á síð-
ustu árum. Hreyfing sú, er hann vakti, var fyrir honum
engu síður þjóðleg en kirkjuleg. Um og eftir aldamótin
voru allöflugar þjóðernis-hreyfingar í Svíþjóð, og þær
«tyrktust mjög við sambandsrof Norðmanna. Og þótt all-
mjög greindi á um leiðir, var samt kjörorðið eitt: »natio-
nell samling« (þjóðleg eining). Þessi hreyfing hafði fest
mjög djúpar rætur hjá Björkquist. »Ég hefi varla nokkru
sinni fundið slíka ást á þjóðinni okkar sem hjá honum«,
«egir í hátíðariti kristilega stúdentafélagsins 1911, »og
heldur aldrei þvílíka hluttekningu í neyð hennar. Hann
beinlínis glímdi við guð, eins og Jakob forðum, og vildi
ekki sleppa honum, fyr en hann hafði litið í náð til henn-
ar. — Hann barðist við seinlæti okkar, svefn og kæru-
leysi, og við að fá okkur til að sjá með sömu augum og
hann«. Og það sem hann kallaði stúdentana til, var hvorki
meira né minna en krossferð út á meðal þjóðarinnar.
Tókst Björkquist að vinna Uppsalastúdentana á sitt mál
á örstuttum tíma. Þegar í nóvember um haustið var
■krossferðin ráðin. Og á uppstigningardag 1909 var hún
hafin með guðsþjónustu í dómkirkjunni. Þar talaði Björk-
1) Póliliskl félag meðal studenla, er á þeim árum lagði aðaláherzlu á alþýðu-
Jiientastarfsemi (fyrirlestra og bókaútgáfu).
Prestafélagsritiö. 10