Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 153
Prestafélagsritiö. Ungkirkjuhreyfingin sænska. 147
meta það, sem biblían og kristileg reynsla hefir gefið okk-
ur sem heilagan arf. Guðfræði síðustu ára hefir ekki
gert okkur erfiðara, heldur léttara, að koma fram með
boðskap frá guði. Hún hefir gefið okkur lykilinn til að
leysa úr þeim viðfangsefnum, er áður voru okkur óskýr,
viðfangsefnum, sem við urðum að leysa úr fyrir sjálfa
okkur, áður en við þorðum að tala um þau við aðra.
A samkomu í byrjun ársins 1908 kom sú spurning
fyrst fram, hvort við ættum ekki og gætum gert eiíthvað
fyrir þjóð okkar í heild sinni. Okkur var ríkt í minni
menningarstarf annara stúdentafélaga fyrir þjóðina, —
sem oft hefir verið kristindóminum fjandsamlegt. Og við
liöfum heyrt spyrjandi raddir úr ýmsum áltum: Koma
aldrei kristnir stúdentar með orð um guð og hið eilífa?
Við fundum, hvað einmitt tíminn, sem við lifum á, er ör-
lagaríkur fyrir þjóðina okkar. Hvaða afstöðu mun æska
hennar taka til Ivrists? Ef til vill er gamla kristna þjóðin
okkar að loka eyrunum fyrir náðarboðskap trúarinnar.
Engir hafa betri skilyrði til að láta til sín heyra en stúd-
entarnir. Liggur hér ekki þyngri skylda á herðum okkar
en svo, að við getum dregið okkur í hlé? Siðan hafa
þessar spurningar altaf verið vakandi meðal okkar.
Pó var það fyrst haustmisserið, er færði okkur eld-
skírnina. Þá fengum við i hóp okkar manninn, sem þrá
tímans og þörf þjóðarinnar hafði brent sig inn í með trú
á mátt guðs og hlýðni við köllun hans. Þá fengum við
orðið, er varð lausnarorð okkar: »sænska þjóðin — þjóð
guðs (Sveriges folk — ett guds folk)«. Einnig þá fengum
við orðið krossferð, og í því lá eitthvað eggjandi. — Marg-
ar bænir, mikla umhugsun, mikla sjálfsrannsókn hafði
þessi ætlun í för með sér. Meðal flestra var þó málið
fyllilega undirbúið, þegar krossferðin var ráðin«.
Um árangur krossferðarinnar segir ennfremur: »Við höf-
um sagt hver við annan eftir á: Ef ekkert annað gagn hefir
hlotist af krossferðinni, þá hefir hún þó verið merkasti
viðburðurinn í okkar eigin lífi. Við gátum ekki verið án