Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 154
148
Arnór Sigurjónsson:
Prestafélagsritið.
hennar. Guð sendi okkur í krossferð sjálfra okkar vegna.
Hve óendanlega mikið höfum við að þakka«.
Og víst er um það, að krossferðaeldurinn kulnaði ekki
þegar í stað. Þegar krossfararnir komu aftur til háskólans
að haustinu, voru þeir, ef til vill, enn heitari en þegar þeir
hófu hana að vorinu. Þegar þá um haustið var »Kyrk-
lige frivilligkáren«, félag ungkirkjumanna, stofnað. Pró-
fessor E. Billing var kosinn forseti og hefir haldið þeirri
tign síðan, en Manfred Björkquist var þó í raun og veru
frumherjinn og leiðandi maðurinn.
Með nýári 1910 byrjaði félagið að gefa út hálísmán-
aðarritið »Vár lösen«. Stofnun ritsins gekk þó ekki barátlu-
laust. Eldri og gætnari mönnunum þótti hreyfingin of ung
til að bera uppi kirkjulegt málgagn, og hættan að koll-
hlaupa sig alt of mikil. En Björkquist barðist eins og
ljón fyrir hugmyndinni og fékk að síðustu alla á sitt mál.
Auðvitað varð hann aðal ritstjórinn. Á titilblaðinu er mynd
af St. Göran (Georg), þar sem hann berst við drekann,
og einkunnarorðin eru: »Sveriges folk — ett guds foIk«.
En hver var boðskapurinn, sem þessir menn höfðu að
flytja og svo hafði hitað þeim? Hvað var það, sem þeir
vildu?
Það er allerfitt að gera Ijósa grein fyrir slíku, því að
þrátt fyrir eindrægni í starfi, voru skoðanir skiftar um
einstök atriði. Þeir hafa lieldur ekki gert sér það ómak,
að semja sér neina stefnuskrá, og verður því að leita að
hugsjónum þeirra og skoðunum í ýmsum ritum og blaða-
greinum. En einmitt í stefnuskrárleysinu má sjá nokkuð
af stefnu þeirra. í kveðju »Vár lösen« til lesendanna segir:
»»Vár lösen« skipar sér undir merki baráttunnar og gró-
andi lífsins, og vill því ekki leggja fram neina formlega
og fullgerða stefnuskrá, en vill safna um sig öllum
þeim, sem þora að sjá nernleikann eins og hann er, og
einnig vilja sjá markið og hlutverkið og þoka veruleikan-
um upp til hugsjónanna með baráttu. Við bjóðum þannig
til ljósleitinnar baráttu fyrir kirkjuhugsjónina«.