Prestafélagsritið - 01.01.1920, Side 155
Prestafélagsriliö. UngkirkjuhreyfiDgin sænska. 149
Til að reyna að gera ljóst, það sem dýpra liggur í
þessari kirkjuhugsjón, skal leitast við að lýsa henni nánar
eins og hún kemur fram hjá frumherja hennar og merkis-
bera, Manfred Björkquist, í stefnuskrárritinu »Kyrkotanken«
og ritgerðum í »Vár lösenct1).
Kirkjubugsjónina vill Björkquist einkenna með orðun-
um: »Sveriges folk — ett guds folk«. Sænska þjóðin skal
sem þjóð verða guðs þjóð. — Vald Krists á að verða
sterkasta aflið í þjóðlífinu, hugsjónir þjóðarinnar vera
í Krists anda. Sænska kirkjan á að vera sænska þjóð-
in í ljósleitinni baráttu til að finna guðshugsjón sina
og láta hana rætast. »Þegar guð hugsaði sínar miklu
hugsanir, hugsaði mannkynið, þjóðir og heima, þá hugs-
aði hann einnig sænsku þjóðina. Sænska þjóðin hvíldi
eins og hugsjón í guði. Sjá, hve beztu menn þjóðarinnar
hafa í tónum og myndum, lífi og starfi, söng og Ijóðum
leitast við að finna aftur hugsjónir guðs, þegar hann
hugsaði sænsku þjóðina. Sjá, hvílíkt hlutverk bíður allra
sænskra guðsmanna: að kalla fram i sænsku þjóðina
hugsjónir guðs!«
Kirkjuhugsjónin er þjóðleg hugsjón: »Sérhver þjóð skal
eiga sérstakt andlegt líf. — Sú þjóð, sem ekki berst
fyrir því, að verða meðvitandi um sina guðshugsjón, hefir
ekkert hlutverk. Hún dæmir sjálfa sig til dauða. Til hvers
lifir hún sínu eigin lífi ? Hví getur hún ekki alt eins vel
horfið inn i aðra þjóð ?«
Kirkjan á að vera alþjóðarkirkja. Hún má ekki vera
kirkja prestanna eingöngu, heldur einnig leikmannanna.
Hún á ekki að vera stéttarkirkja. J?ar skulu verkamenn
og vinnuveitendur eiga jafnt heima, og báðir kalfa hana
kirkjuna sína. Og umfram alt má hún ekki vera ílokks-
kirkja. Hún verður að vera griðastaður allra leitandi sálna,
hversu ólíkar sem lífsskoðanirnar annars eru. En menn-
1) Flestum beztu ritgeröunum helir veriö saínaö sarnan i bækur. Helztar
þeirra eru »Ridderlig kamp«, »Mod till samling« og »En bok oni dödens mening«.
í*eir, sem viJja kynnast Björkquist nanar, geröu rétt i aö útvega sér þær bækur.