Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 156
150
Arnór Sigurjónsson:
Prestafélagsritið.
ingarkirkja skal kún vera. »Með því er ekki átt við, að
kirkjan skuli prédika menningu, lieldur að hún skuli
auðga menningarstarfið og þvinga það til að stefna alt af
að því markinu, sem háleitast er. En þess vegna verður
kirkjan sjálf að lifa sig inn í alt, sem hreinsænskasl er í
andlegu lífi þjóðarinnar, bera sannleik sinn fram í sænsk-
um búningi, sænskum söng og tónum«.
En hvernig skal þessu marki náð? Með baráttu, ridd-
aralegri baráttu. »Kirkjan skal vera stríðandi. Baráttan
skal vera henni hreina loftið. Kyrstæð kirkja er deyjandi
kirkja«. Og þessi barátta skal vera framsækin barátta til
sigurs, ekki aðeins varnarbarátta. Hún skal ekki vera
barátta við mennina um völdin, heldur barátta við
myrkravöldin um mennina. Og þetta getur því að eins
átt sér stað, að hún sé riddaraleg. »Heimurinn er ekki
aðeins illur og ataður syndum, heimurinn er í baráttu
fyrir þróun sinni, alstaðar er hið guðdómlega að leitast
við að fæðast. Að berjast fyrir hið guðdómlega, sem vill
brjótast fram, að frelsa sannleikann úr lygi og rangfærsl-
um, það er riddaraleg barátla«.
»Hvernig ber kirkjunni þá að líta á hreyfingar nútím-
ans. Á hún að ráðast á þær og leita eftir hverjum veik-
leika til að benda á? Á hún undir eins að segja: Vík frá
mér Satan — og gleðjast yfir því, er styður réttmæti for-
dæmingar hennar? Því fer fjarri. — Hún á ekki að
byrja á að leita að veikieikanum, heldur fyrst og fremst
að leita að því guðdómlega og sanna í þeirri hreyfingu,
er horfir við henni, leita að þeim sannleik, er ber hreyf-
inguna uppi, og þann sannleik skal hún styðja af alefli.
Hún skal ætið stefna hverri hreyfingu fyrir dómstól síns
eigin sannleika, altaf þvinga hana til að snúa frá villu
sins vegar til síns eigin sannleika«. Hún á að vera sam-
vizka hverrar stefnu og »andleg eining þjóðarinnar«.
Og á sama hátt ber kirkjunni að líta á einstaklinginn.
»Einnig hjá honum á hún að leita að hugsjón guðs, og
þegar hún er fundin, þá hjálpa henni að brjótast fram.