Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 159
Prestafélagsritið.
Ungkirkjuhreyfingin sænska.
153
nokkur hluti krossfaranna skyldi takast á hendur sams-
konar krossferðir og fyr, en jafnframt því sem þeir pré-
dikuðu, skyldi það vera annað starf þeirra, að útbreiða
kristileg rit, einkum rit þau, er ungkirkjumenn höfðu þá
byrjað að gefa út. Og í þessu formi eru enn farnar koss-
ferðir á hverju ári, en þar hefir ritdreifingin orðið meir
og meir aðalatriðið. Aðrir skyldu hinsvegar dvelja um
nokkrar vikur meðal safnaða upp til sveita eða i iðnaðar-
hverfum. Þar skyldu þeir reyna að komast í náin kynni
við æskulýðinn, bæði þann, sem hefði kristilegan áhuga,.
og þann, er væri kristindóminum fráhverfari, og glæða
trúarlífið meó smáfyrirlestrum, biblíulestri, samtölum og
útbreiðslu kristilegra bókmenta.
Þessi grein krossferðanna hefir alveg runnið saman við
kirkjulegu æskunámskeiðin, er »Kyrkliga frivilligkáren« hafði
þegar byrjað. Fyrsta námskeiðið var í Lundsberg í Vármland
28. júní til 5. júlí 1910. Það sóttu 140 manns. Siðan hefir
félagið jafnan staðið fyrir einu slíku námskeiði árlega, og
hafa þau verið haldin á ýmsum stöðum. Þessi námskeið
hafa svo orðið fyrirmynd annara námskeiða, er »Svenska
kyrkans diakonistyrelse« helir stofnað til í flestum bisk-
upsdæmum Svíþjóðar á siðustu árum. »Diakonistyrelsen«
er 10 manna ráð, sem valið er á kirkjumótunum til efl-
ingar kristni og kirkju rikisins, og er mjög áhrifamikið í
kirkjumálum Sviþjóðar. Erkibiskupinn er þar sjálfkjörinn
forseti og 11. maðurinn í ráðinu. »Diakonistyrelsen« var
stofnuð 1910 og er af skyldum rótum runnin og ung-
kirkjuhreyfingin, og eru ungkirkjumenn þar nú mest ráð-
andi. Námskeið þau, er »Diakonistyrelsen« hefir staðið
fyrir, hafa sótt um 3000 manns síðustu árin. En auk þess
hefir »Stiftelsen för Sverige och kristen tro«, sem einnig
starfar í ungkirkjulegum anda, staðið fyrir eigi allfáum
samskonar námskeiðum, og þau hefir fjöldi manna sótt.
Á þessum námskeiðum eru haldnir fyrirlestrar um trúar-
leg, trúarsöguleg og kirkjuleg efni, biblíulestrar og um-
ræður, auk venjulegrar guðsþjónustu. Á síðustu árum hefir