Prestafélagsritið - 01.01.1920, Qupperneq 160
154
Arnór Sigurjónsson:
Prestafélagsritið.
einnig verið byrjað á stærri (3ja vikna) námskeiðum.
Skyldir þessum námskeiðum eru kirkjulegu lýðháskól-
arnir, sem talað verður um síðar.
Enn markverðari en námskeiðin eru þó ef til vill
kirkjulegu ungmennafélögin, sem altaf ná meiri og meiri
útbreiðslu. Þessi félagsskapur var að vísu til áður en
ungkirkjuhreyfingin hófst, en hún hefir eflt hann geysi-
mikið og færl honum nýtt blóð. Ungkirkjuprestar hafa
stofnað fjölda nýrra slíkra félaga í sóknum sínum, og
hafa þau á síðustu árum komið upp um alt, þar sem
nokkur kirkjulegur áhugi er. Þessi félög hafa samkomur
einu sinni í mánuði eða oftar og stýrir sóknarpresturinn
þeim jafnan. Á þeim er ætið söngur, upplestur, umræður,
fyrirlestrar eða biblíulestur, stundum stutt prédikun í
byrjun samkomunnar, iþróttir meðal pillanna og í sumum
félögunum leikir á hátíðasamkomunum (árshátíð, jóla-
hátíð).
Bókmentastarfsemi ungkirkjumanna má einnig að nokkru
leyti skoða sem framhald krossferðanna. »Vár lösen«
heldur vel fram stefnunni og sinni »riddaralegu baráttu«.
Yfir ritinu er altaf sami drengilegi aðalsblærinn. Manfred
Björkquist er þar enn við ritstjórn. En þar sem hann er
bundinn við lýðháskóla mikinn hluta ársins, hefir hann
orðið að hafa samverkamenn við ritið, og nú síðustu árin
hefir vinur hans Torsten Bolin, drenglyndur og stórgáf-
aður heimspekingur og trúfræðingur, aðailega séð um út-
gáfu þess. Þá hefir og kristilega stúdentafélagið gefið út
yfir hundrað rita (»Sveriges kristliga studentrörelses skrift-
serie«), smárra og stórra, þýddra og frumsamdra, á sinn
kostnað, og margt af því merkisrit. Sú bókaútgáfa byrj-
aði með nýári 1910. Söderblom, Eklund, Billing og Björk-
quist hafa þar lagt til drjúgasta skerfinn. En þó er þetta
ekki nema lítill hluti af bókmentastarfsemi ungkirkju-
manna i þarfir kirkjunnar. Nú í ár hafa þeir t. d. gefið
út rit í þrem bindum undir titlinum »Det andliga nutids-
li'iget och kyrkan«. Björk(|uist, Torsten Bolin og Karl