Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 161
Prestat'clagsritið.
Ungkirkjuhreyfingin sænska.
155
Nordlund hafa séð um útgáfuna, og voru þeir valdir til
þess á móti ungkirkjumanna í Sigtúnum í fyrra sumar.
í þessu riti eru ritgerðir eftir fjölda leiðandi manna þjóð-
arinnar á öllum sviðum — einkum þá yngri. Fyrsta bindið
hefir þegar komið út í fjórum útgáfum, og verið meira
um það rætt en nokkra aðra bók í Svíþjóð í ár.
Þá er og rétt að geta sálma þeirra og andlegra ljóða,
er þessi hreyfing hefir borið í skauti sínu, því að þau
hafa orðið áhrifarík bæði fyrir hreyfinguna sjálfa og trú-
arlífið yfirleitt. Það eru þessir sálmar, sem aðallega eru
sungnir í kirkjulegu ungmennafélögunum, enda eru þeir
ortir út úr trúarlífi æskunnar og samtíðarinnar. Flesta þá
beztu er að finna í »Kyrklig sáng«, er »Svenska kyrkans
diakonistyrelse« hefir gefið út. Frægastur þeirra er »Fá-
dernas kyrka« eftir Eklund biskup (krossfarasálmurinn).
Eitt af því, sem einkennir ungkirkjuhreyfinguna, er ást
hennar á fornhelgi kirkjunnar, kirkjumuna, kirkjusiða og
frægra kirkju- og klausturstaða. Á þann hátt vil hún
halda sambandi við hið liðna. Ýmsar gamlar venjur hafa
verið teknar upp að nýju — einkum í Sigtúnum — jafn-
vel frá katólskum sið. Þetta, evangeliska klausturhreyfingin
og aukin alúð við að gera guðsþjónustuna fagra og heill-
andi, hafa margir skoðað sem katólsk áhrif, bæði þeir sem
stranglúterskastir eru og katólskir. Einkum hafa katólskir
menn leitast við að sýna, að alt það, sem bezt er í ung-
kirkjuhreyfingunni, sé af katólskum rótum runnið.
Eg var svo heppinn að vera í Uppsölum á 10 ára. há-
tíð »Ivyrkliga frivilligkárens« í haust. Því miður var ég
ókunnugur þá og hlýddi aðeins á hátíðaræðurnar. Og þær
höfðu ekki djúptæk áhrif á mig, enda skildi ég þær ekki
að fullu. En svo var eg við aftansöng í »Den heliga Tre-
foldighedskyrkan«, þar sem öll sveitin var til altaris hjá
Robert Sundelin. Kirkjan var aðeins lýst með kerta-
Ijósum, svo að hálfrökkur var þar inni, dauft Ijós, mjúkir