Prestafélagsritið - 01.01.1920, Qupperneq 164
158
Friðrik J. Rafnar:
Preslafélagsriliðv
trúa að þú hafir sent mig« (Jóh. 17,21). Auk rits þessa
hafa þeir einnig gefið út fjölda smárita og opinna bréfa,
sem send hafa verið út um heim, bæði til að afla stefn-
unni fylgis, og sérstaklega biðja um samúð og sambæn-
allra kristinna manna fyrir starfseminni. Hafa þar veri&
tilteknar sérstakar bænavikur, þar sem biðja skuli um
uppfyllingu á bæn frelsarans um sýnilega einingu allra
lærisveina hans.
Á árunum 1910—1914 varð sameiningarstarfseminni'
mjög mikið ágengt, svo að strax árið 1913 í ágústmánuði
eru 30 kirkjudeildir gengnar í sambandið, og voru þær
úr öllum heimsálfunum. En eftir að heimsstyrjöldin skall
á, varð eðlilega minna úr störfum, þó að jafnan væri
hreyfingunni haldið vakandi. Árið 1914 var kosin nefnd
til þess að ferðast um Evrópu, Egiptaland og Litluasíu
og tala við helztu kirkjuhöfðingja, en vegna ófriðarins gat
ekki orðið úr því ferðalagi fyr en vorið 1919. Var nefnd
þessi slcipuð 5 mönnum, 3 biskupum, 1 erkidjákna og 1
presti. Er erindi þeirra bezt lýst í skjali þeirra, er þeir
lögðu fram fyrir patriarkann í Miklagarði, áður en þeir
fengu áheyrn lians:
»— Vér komum hingað sem erindrekar biskupakirkju
Bandaríkjanna til þess að bjóða yður og leita samvinnu
við yður til alheimsþings allra þeirra kirkjudeilda, sem
viðurkenna og játa drottinn Jesú Krist sem frelsara heims-
ins. Hugmynd þessi er til orðin á kirkjuþingi í Cineinnati
1910, og starfsemi næstu ára bar þegar mikinn árangur.
Samvinna allra enskra kirkjudeilda hefir þegar verið trygð,
og erkibiskuparnir í Canterbury og York hafa frá upphafi
veitt hreyfingunni fult fylgi sitt, og katólsku kirkjurnar
hafa kosið nefndir 1 málið, og mótmælendakirkjurnar
einnig. Árið 1914 átti sendinefnd að lieimsækja hinar
grískkatólsku kirkjur, en úr því gat ekki orðið vegna ó-
friðarins. En það, sem þá gerði allar frekari framkvæmdir
ómögulegar, hefir enn þá betur sýnt oss þörfina á slíku
þingi og eflt áhuga vorn á að koma því í framkvæmd.