Prestafélagsritið - 01.01.1920, Side 166
160
Friðrik J. Rafnar:
Préstafclágsritið.
sorgarleiki sögunnar, inn í æðri sýn og skilning á þýð-
ingu Krists fyrir alheiminn og þörfinni fyrir einingu
kirkju hans. Erfiðleikarnir hjaðna þegar þjónar og læri-
sveinar Krists úr öllum löndum hiltasl til að íhuga al-
heimsfrelsarann, sem starfandi gegnum alheimskirkju.
Hið núverandi ástand heimsins krefst þess kristindóms,
sem stendur saman i einingu og eindrægni. Heimurinn
hefir átt í 4 ára ófriði. Rreyttar af stríði eru hinar frjálsu
þjóðir að mynda bandalag, sem grundvallast á mannúð,
réttlæti og bróðurhug. Þar er heimurinn að keppa að
kristilegu marki. En þessi undirstöðuatriði ættu fyrst og
fremst að koma í ljós í kirkju Jesú Krists. Kirkjan á að
leiða heiminn með dæmi sinu. Kristileg menning er heims-
ins eina viðreisnarvon, en hún þarf sameinaða kirkju sem
málgagn og samvizku sína. Sundurgreind kirkja getur
ekki staðizt gegn sameinuðum áhrifum and-kristilegra
hreyfinga, né heldur ráðið við þau þjóðfélagsmein, sem
ógna menningunni víðsvegar. Kirkjan verður að vera
kraftgjafi liins nýja tíma, eins og hún var í öndverðu.
Hún ein má ekki standa þegjandi hjá, þegar alt er á
ringulreið byltingar og umturnunar. Kirkjan er eins og
drottinn hennar, hin sama í gær og í dag og að eilífu;
hún er eilíflega ung. Og að eins ef hún er hafin yfir allan
þjóðaríg og er almenn stofnun, sem miðar alt við alheims-
heildina, getur hún boðað hjálpræði Krists til frelsunar
þess beims, sem er sundurgreindur og aðskilinn«. — —
Þetta er í höfuðdráttunum stefna þessara Ameríkumanna.
Nefndin, sem kosin var til Evrópuferðarinnar, ferðaðist
um öll Balkanlöndin, Litlu-Asíu og Egiptaland, svo og
Ítalíu, Frakkland, England, Noreg og Svíþjóð. Höfðu þeir
ekki tíma til að koma til Danmerkur. Var erindum þeirra
alstaðar vel tekið, nema í páfagarði. Sérstaklega ber ferða-
saga þeirra vott um ágætar undirtektir grísk-katólsku
kirkjunnar og góðan skilning höfðingja hennar á nauðsyn
og blessun samvinnu-umleitana þessara.
Á Norðurlöndum var nefndarmönnum einnig einkar vel