Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 170
164
Erlendar bækur.
Prestafélagsritið.
hann ílutti annan í páskum í Engilbrektskirkju í Stokkhólmi.
Langmesta alliygli vakti þó Jengsta erindið í »bókinni«, eftir há-
skólakennara i kirlcjusögu dr. Linderliolm: »Burt frá trúarsetn-
ingunni til fagnaðarerindisins!« (»Frán dogrnat till evangeliet«),
enda mátti par heita ærið langt farið í frjálslyndisáttina af
manni í hans stöðu.
Síðar á árinu voru útgefin tvö ný bindi með sama titli og
fyrsta bindið, innihaldandi ný »málsskjöl« um sama efni frá
hendi ýmissa merkra og málsmetandi manna (bæði karla og
kvenna) víðsvegar um land. Og enn er umræðunum haldið áfram
af mesta kappi í tímaritum, blöðum og bókum, ekki að eins í
Svípjóð, heldur og í nágrannalöndunum. Er pað aldrei nema
til góðs, að slíku máli sé hreyft og mönnum gefinn kostur á
að ræða pað og athuga, til pess að átta sig sem bezt á, hvað
vér eigum par sem áhrifarík kirkjan er, og hvað er i húfi, ef
hún hættir að liafa áhrif á andlegt líf pjóða og. einstaklinga.
Hér skal ekki farið út í nein einstök atriði, sem vikið er að
í pessum premur bindum »bókarinnar«. Petta er einasta ritað
til að vekja forvitni manna (einkum presta) á að kynna sér hana
og skoðanir ýmissa málsmetandi manna á jafnmikilvægu efni og
pví, sem hér er um að ræða. —
í fyrra ílutti Prestafélagsritið fyrirtaksgóða grein um sænsku
kírkjuna eftir cand. theof Ásgeir Ásgeirsson. Er par að makleg-
leikum lokið miklu lofsorði á dr. Nathan Söderblom erkibiskup
og skýrt frá æfi hans og starfi, enda er hann liöfði hærri en
allir kirkjumenn Norðurlanda á nálægum tíma. Má dæmalaust
heita, hve miklu sá maður fær atkastað og hve vel er til alls
vandað, sem frá penna hans kemur. Á næstliðnu ári gaf hann
út safn af ritgerðum um Lúter, skínandi bók í öllu tilliti.
Bókin heitir vHumor ocli melankoli och andre Lutherstudier«,
382 blaðsíður í stóru broti. Er hún talin vera — og pað með
réttu — bezta bókin, sem rituð heflr verið um Lúter á Norður-
landa-málum, og ber jafnljósan vott um lærdóm höfundarins,
andríki og næmasta skilning á sálarlífi og proska hins mikla
frumherja siðbótarinnar. —
»01aus-Petri-Stiftelse« nefnist sjóður einn mikill, sem háskól-
inn í Uppsölum ræður yfir. Er liann stofnaður til minja um
aðalforvígismann siðbótarinnar með Svium, Olof Person (Olaus
Petri) prest. Vöxtum sjóðsins er varið til pess að gera lærðum
mönnum utan úr heimi heimboð, til að flytja fyrirlestra við há-
skólann í Uppsölum. Eru fyrirlestrarnir síðan prentaðir á kostnað
stofnunarinnar. Meðal annars liafa par verið fluttir ílokkar fyrir-
lestra kirkjulegs og kristilegs efnis, sem mynda sérstalca heild