Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 173
iPrestafélagsritið.
Erlendar bækur.
167
tisk teologiske forelæsninger«. Paa norsk ved L. Koren. Ivristi-
ania 1918. Hygg ég að margur prestur myndi bæði hafa gagn
•og ánægju af að Iesa margt í bók þessari.
S. P. S.
PRESTAFÉLAGIÐ.
Starfsemi Prestafélagsins á árinu 1919 snerist aðallega um
tvent: tilraunir til umbóta á kjörum andlegrar stéttar manna og
útgáfu Prestafélagsritsins. — Stjórn félagsins var það Ijóst, að enda
•þótt frumvarp það til launalaga, er stjórnin lagði fyrir alþingi
1919, hefði inni að halda allmiklar umbætur á kjörum presta,
þá voru þær þó ekki sambærilegar við launabætur ýmsra ann-
ara embættismanna, og fór hún því fram á frekari umbætur i
ýmsum greinum, svo sem hækkun á launum prófasta, stytting
á hækkunarfresti prestalauna, og fékk þessum umbótakröfum
sint að nokkru. Ennfremur fékk hún því framgengt, sem er ný-
mæli, að prestum var veittur nokkur styrkur til að sækja presta-
stefnuna. Veitist styrkurinn eftir tillögum biskups, og að eins
prestum í fjarlægari prófastsdæmum. —
Útgáfa ritsins var allmiklum erfiðleikum bundin fjárhagslega.
Útgáfukostnaður hefir 5—6 faldast á siðustu árum, en hinsvegar
ekkert fé fyrir hendi annað en árstillög félagsmanna, og þau ekki
einusinni nærri öll komin stjórninni í hendur, þegar prentuninni
"var lokið. Að meðtöldu póstgjaldi kostaði útgáfan hátt á annað
þús. kr. — Vonandi verður félagið aðnjótandi svo verulegrar
styrktar í framtíðinni af prestanna hálfu, að það geti orðið
sæmilegt málgagn stéttarinnar, bæði slærra og fjölbrej'ttara að
efni til og átt erindi til sem flestra, bæði presta og annara. —
Arsfundur félagsins var haldinn laugard. 26. júní. Var þar,
auk sjálfsagðra fundarmála, rætt um prestafélagsritið, um hýs-
ingu og ábúð á prestsetrum, um breytingar á prestkosningarlög-
unum o. fl.
Sú breyting heflr orðið á stjórn félagsins, að í stað præp. hon.
Skúla Skúlasonar, sem baðst undan endurkosningu, heflr præp.
hon. Iíristinn Daníelsson tekið sæti í stjórninni, en séra Magnús
Jónsson dócent heflr verið kosinn formaður félagsins.