Blanda - 01.01.1932, Blaðsíða 14
8
um kom á þessum vetrartíma á strætum eÖa gatna-
mótum, nenni eg ekki um aÖ skrifa. Þann 2. Januarii
fékk eg húsbóndaskipti. Kom eg þá til aS læra snikk-
arahandverk, fyrir tilhlutan þessa kaupmanns, eptir
minni bón, því eg hafÖi lyst þar til. Þessi snikkari
hét Hans Hildebrand, en konan Margreta Byonings.
Voru þá lesnar fyrir mér lífsreglur, hversu eg skyldi
halda mig á mínum læriárum, sem var fyrst: eg
skyldi læra í hálft fjórða ár, og gefa þar til 20 dali
slétta; eg skyldi gera allt þa'Ö, sem minn húsbóndi,
eða mín matmóðir, befala'oi mér; eg skyldi enga nótt
vera út af þeirra húsi, annars skyldi sá tírni engu
reiknaður vera, sem eg hefði þangað til verið; eg
skyldi ekki mega ganga út af húsinu, hvorki um
sunnudaga né rúmhelga utan leyfis; eg skyldi ekkert
kaup fá í það hálft fjórða ár, eður klæði, utan mat-
inn alleina; eg skyldi ekki ganga í sæng fyr en mér
væri skipað, en skyldi fara á fætur, þá klukkan væri
4 (2 stundum fyrir miðjan morgun), með þeim öðr-
um fleirum póstum, sem varla nenni skrifa. Þetta
mundu þykja hörð lög í voru landi við vinnufólk
sitt. Þessurn skilmálum varð eg öllum að játa, og
þar til lofaði Tsak Klomann að standa til rétta, ef
eg hlypist um, sem hans handskript útvísar, og hjá
mér liggur. Síðan tók mitt ánauðarok að vaxa dag
frá degi. Eg hugsaði þá opt til foreldra minna, þó
mig lítið stoðaði. Eg fékk þá högg og slög upp á
hvern dag, stundum af mínum tilverknaði, en stund-
urn fyrir litla eður enga sök. Mat og drykk þóttist
eg ekki hafa meir, en eg þurfti, en erfiði og ill orð
nóg, lét þó ei mikið á mér festa, því eg þenkti að
hefna, þá eg hefði útlært, en stór raun var mér að
því, að eg mátti ekki slá, þegar eg var sleginn, og
gerði eg það meir fyrir ísaks Klomanns orð og hans
konu, en mitt stöðuglyndi, því þau báðu mig að eg