Blanda - 01.01.1932, Page 19
13
efsta krókinn. Þá voru öll ráÖ úti, því þá rak skipiÖ
sem annað kefli undan vindi. Tók þá hver maður
að befala guði sína sál í vald, því fyrir mínum lik-
amlegum augum var ei annað en dauðinn. Hvað
skal eg skrifa um harm og grát, sem var á þessu
skipi að heyra í þeim stóra stormi. Það var eymd
yfir eymd, þó þær 3 kvennpersónur helzt, og ein
af þeim var trúlofuð, og ætlaði hún þá að reisa til
fundar við sína foreldra. Þessi persóna bar sig mjög
lítt og allrahelzt fyrir sinn brúðguma. Þegar þetta
veður hafði svo súsað og brúsað dag og nótt, þá
linaði því nokkuð. Voru þá teknar tvær eikarfjalir
og negldar saman og boruð á 3 göt, eins og voru á
stefninu. En vor stýrimaður lét binda skinn um
höfuðið á sér, ogsvo að hálsinum, svo að sjórinn
kæmist ekki að skilningarvitunum. Síðan batt hann
einum kaðli mjóum um sig miðjan, en bauð að renna
þessum fjölum ofan með stefninu, en hann sjálfur
tók sér svo sem hálfa aðra stiku af nýjum kaðli,
mjóum og hljóp svo fyrir borð og bauð að draga
sig upp, þá hann kallaði. Eg þenkti eg mundi aldrei
sjá hann meir. Var hann svo í kafi eina heila stund
og drengdi1) þessar fjalir við stefnið; kallaði svo,
þá hann þóttist búinn, og var með hasti uppdreginn.
Eptir það varð stýrt. Komumst vér svo úr þessu
lífsfári, fyrir guðs og þessa manns tilhlutan í Am-
sterdam þann 12. Aug. Var þá haldin bæn, áður en
fólkið fór á land, og þakkað guði fyrir sína hjálp
og hiástoð. Skipherrann gaf þessum stýrimanni 40
rd. fyrir þessa sína hættuferð, og svo hver eptir því
Sem þeir vildu til taka. Eg gaf honum 2 rd. úr min-
um fátækum pungi. Síðan fórum vér á land, eg og
minn stallbróðir, leituðum okkur eptir húsbónda og
1) þ. e. festi.