Blanda - 01.01.1932, Page 26
20
þeir reyndust mér vel, og betur en sumir kristnir. —
ÞatSan reisti eg og a'S Sirk1) i Sveitzerlandi. Þar
eru há fjöll í þessu landi, og mjóir dalir á milli.
Þa'Öan reisti eg aÖ Basel í Sveitzerlandi, þaÖ er höf-
uÖstaðurinn. Þar fullendaÖi eg mína reisu. Sneri eg
þá aptur. Hafði eg þá reist áfram, frá því eg fór
frá íslandi, 830 rnílur þýzkar. Frá Basel reisti eg að
Asborg2) i Scopinlandi. Þar forþénti eg mér nokkra
peninga, því minir peningar voru þá uppi. Þaðan
reisti eg aÖ Uln3) í Frankenlandi, og svo ofan eptir
aptur og að Breddsla4) i Slesingen5) ; þar er gott
verÖ á lérept, því maÖur kann kaupa þar skyrtu af
því bezta lérepti fyrir rd., sem hann verður að
gefa annarsstaðar 2 rd. fyrir. í Slesingen5 *) er dæilegt
kvennfólk; þar eru ogsvo margar hórur i Breddsla,
þvi þar eru opinber hóruhús; þær gefa ráðinu 2
rd. á hverjum mánuði, og þar með eru þær friar,
og mega brúka sinn óguðlega lifnað. Frá Breddsla
reisti eg og að Mynster8) í Stift. Þar fann eg eina
völvu, sem bauð að spá mér lukku, ef eg gæfi sér
pening, og skyldi hún lesa í lófann á mér, hvað eg
um síðir þekktist. Hún sagði mér allt, hvað fram
við mig hafði komið, svo það sló ekki feil, og svo
hvað fram við mig ætti að koma, hverju eg hef nú
gleymt. Þaðan reisti eg og að Bremen. Þar fann
eg minn stallbróður aptur, og var þá hvor öðrum
feginn, því við höfðum ekki sést, siðan hann var
settur í fangelsi í Berlín. Þaðan reistum við og að
1) Svo, á eflaust að vera = Ziirich í Sviss.
2) Svo, eflaust = Augsburg.
3) Liklega = Ulm.
4) Svo, er auðvitað = Breslau.
5) Svo, = Slesíu.
6) þ. e. Munster i Vestfalen, er þá var biskupsdæmi
(Hochstift).