Blanda - 01.01.1932, Blaðsíða 42
36
inn í fjörðunum er mikill fjöldi sela, sem sveima
með ströndinni. Þá fanga innbyggjararnir í nótum
og garni þar til gerðu; þeir hafa góða húð og gefa
temmilegt lýsi. Hér fangast og skötur, af hverjum
þeir taka ogsvo lýsi, item fást stórar og smáar flyðr-
ur; sumar kunna að vera 5—6 álna langar, og margs-
slags aðrir fiskar. í sjóeyjunum er svo mikill fjöldi
aðskiljanlegs slags fugla, að nær þar er klárt veður
og sólskin kann maður trauðlega sólina að sjá fyrir
margfjölda fuglanna.
Þau sérlegustu sjófiska- og hvalfiskakyn, sem
undir íslandi eru, og margir menn við kannast, eru
þessi: Þorskur, skata, ýsa, hnýsukyn þrjú: I. sela-
kongur eður skemmingur 1 alin, 2. 5 álna, 3. höfr-
ungshnýsa 8 álna. Þá er höfrungur, háhyrningur
eður barberi, hafurhvalur, skjaldhvalur, 18 álna,
vagnhvalur eður vögnahvalur, 16 og 17 álna, hvít-
ingur eður mjall, mjaldur, andarnefja eður and-
hvalur, svínhvalur, 35 álna, búrhvalur, tenntur, 50
og 60 álna, rauðkembingur, 25 álna, hrosshveli,
stökkull eður blökkuhvalur, vart 20 álna, náhveli, 20
álna, sandlægja, sandæta, sléttbakur, höddunefur, 35
álna, skeljungur eður svarfhvalur, vel 60 álna, norð-
hvalur, 80 álna, hrafnreyður, hrefna, 18 álna og
meir, geitreyður, 55 álna og minni, síldreki eður
fiskreki, 60 álna og meir, steypireyður hefur veidd
verið 13 tugi álna,1) hafurkitti, 60 álna, hafreyður,
90 álna, rostungur, rosmhvalur, 14 og 15 álna.2)
1) þ. e. 130 álnir.
2) Hér endar handritið neðst á síðu, og vantar líklega
eitthvað aptan af, meira eða minna.