Blanda - 01.01.1932, Page 55
49
{„fátæk prestsbörn") : Hinrik 21 árs, Þorsteinn 19
ára, Gu'ðmundur 16 ára, og eflaust einnig Astríður
Narfadóttir, uppeldisstúlka þar, 23 ára.1) Guðmund-
ur Narfason bjó síðar í Langhúsum i Fljótsdal og
átti Ólöfu Ormarsdóttur, en synir Hinriks Narfa-
sonar voru Þórður á Eyjólfsstöðum á Völlum (f. c.
1721), og Narfi á Útnyrðingsstöðum (f. c. 1723),
er þar býr 1762 og eru frá honum ættir þar eystra.
Séra Narfi hefur verið nafnkunnur maður á sinni
tíð, sökum frábærrar þekkingar á ýmsum hlutum,
einkum í eðlisfræði og efnafræði, talinn margvís og
og forspár, og þótt undarlegur i háttum sínum. Hafa
þvi myndazt um hann ýmsar sagnir. Jón Ólafsson
frá Grunnavík segir t. d. í orðabók sinni hinni miklu
við orðið kunst: „Séra Narfi lét skelfiskinn vaxa í
keraldinu og ljáinn bera burt undir eins og grasið var
slegið, máske haft grind á honum, eins og hér (í Dan-
mörku) er gert á kornsigðum." Þorvaldur Thorodd-
sen getur þess (í Landfræðissögu sinni IV, 258), að
í Alptafirði eystra gangi enn (um 1900) sögur um
séra Narfa og sagt, að hann hafi kunnað að búa til
silfurpeninga og bláan lit úr steinum.2) Og það er
víst, eins og Jón í Njarðvik segir, að séra Narfi hef-
ur fengizt mikið við litun úr grösum. Er til í hand-
riti í Landsbókasafninu 852 4to III 146—148: „Lit-
unaraðferð eptir eiginlegri forskript og fyrirsögn
séra Narfa sál. Guðmundssonar“, en vantar aptan af.
Næst þar á undan eru ritgerðir á dönsku, sem taldar
eru ritaðar 1652 eða 1653: Um krapt tunglsins, for-
myrkvanir sólar og tungls og um tólf jóladagana, og
1) Eiríks hef eg ekki séS getiö meSal barna séra Narfa
(sbr. Jón í Njarðvik).
2) I IV. bindi Blöndu (bls. 136—137) er forspá séra
Narfa um Poka Þórð.
Blanda V. 4
L