Blanda - 01.01.1932, Page 59
53
og taldi móSur sína. Er í handritum bull mikiÖ eptir
Egil, er hann nefndi „Játning Snotru fóstru minn-
ar, heiÖarlegrar huldukonu. Nemi þeir er vilja. Allt
er rétt. Eg er hundrað og þrjátíu ára gömul“ o. s.
frv.* 1)
ÁriÖ 1747 fluttist Pétur sýslumaÖur Þorsteinsson
aÖ Ketilsstöðum, en Jórunn, móÖir Egils, bjó á nokkr-
um hluta jarðarinnar, er hún átti alla og seldi Pétri
svslumanni hana smátt og smátt, en sýslumaður lof-
aÖi aptur á móti, aÖ hún mætti hafa húsrúm á Ketils-
stööum fyrir sjálfa sig, eina þjónustustúlku og Egil,
ef hann geti orðið hjá henni, og skyldi þetta standa
meðan hún lifði. — Svo var það sumarið 1748, að
Ólafur biskup Gíslason visiteraði í Austfjörðum.
Við visitazíu í Vallanesi 27. júlí kærði séra Stefán
Pálsson fyrir biskupi, að Egill hefði aldrei komið
til Vallaneskirkju á helgum degi allan þann tíma, sem
hann hafi þar prestur verið (síðan 1738) en stöku
sinnum verið í Ketilsstaðakirkju áður fyr, þá er þar
hefði messað verið, en það hefði ekki verið síðan
1744, og Egill ekki verið til altaris mörg ár. Hefur
Agli líklega borizt pati af þessari kæru prests, og
því tekið á móti biskupi með skömmum, er hann kom
við á Ketilsstöðum hjá sýslumanni, þótt hann visiter-
aði þar ekki. Eru orð Egils líklega nokkurn veginn
rétt hermd hjá Jóni í Njarðvík. Og skömmu síðar
hefur biskup sent honum hógvært áminningarbréf
um að bæta ráð sitt. En þá umhverfðist Egill alger-
lega og.sendi biskupi (líklega um haustið 1748) hið
firði eystra á aS vera kennt viS, sbr. sögu um hana í ísl.
ÞjóSsögum I, 115—116, eptir Jón í NjarSvík.
1) Afskr. af þessari vitleysu er meSal annars í J. S. 316
4to, Lbs. 1298 4to, bls. 160—161 og IBFél. 578 8vo. Játn-
ing þessi er prentuS í Huld IV, 76—77.