Blanda - 01.01.1932, Page 64
58
görnul, og hafði haft mikla mæðu af þessum syni
sínum. Fór svo Egill á góu um veturinn eptir frá
Ketilsstöðum að Eiðum til Hans sýslumanns, en
andaðist þar um sumarið eptir, nálægt Þingmaríu-
messu i/54, 52 ára að aldri, og hafði lítill gæfu-
maður verið í lífinu, þótt gáfaður væri að eðlisfari
og efnilegur í æsku. Varð Wium það að happi, hve
skammlífur Egill varð hjá honum, því að vitanlega
sleppti Wíum ekki jörðunum, en eitthvert stapp varð
um lausafé Jórunnar.
Meðan Egill var samtímis Pétri sýslumanni á Ket-
ilsstöðum (1747—1754) gerði Egill honum ýmsar
skráveifur, því að honum virðist hafa verið uppsig-
að við hann. Get eg hér að lokum tveggja sagna, er
Jón Sigfússon á Ketilsstöðum hefur skrásett um
viðureign þeirra1). Kom Egill eitt sinn inn í stofu,
er Pétur sýslumaður var að lesa í bók, sá korða
sýslumanns, þreif hann og otaði að honum, en sýslu-
maður hafði þá ekki annað vopna en hálftunnu, er
hann bar fyrir sig; kom þá eitthvað að af heima-
fólki, svo að þeir hættu. Öðru sinni fékk Egill sér
skinnstakk, rjóðraði hann allan utan í lýsi, fór svo
í hann og rauk inn í stofu, þar sem Pétur sýslumað-
ur lá í rúmi sínu; tókst þá með þeim glíma; var
sýslumaður sterkari, en Egill liðugri, festi og illa
hendur á lýsisfangastakknum, og gekk þetta nokkra
stund, þangað til fólk kom að og skildi þá; höfðu
illa atazt rúmföt sýslumanns af lýsinu.
Séra Hjörleifi prófasti Þórðarsyni á Valþjófsstað
(f 1786) er eignuð vísa þessi um Egil2) :
1) ísl. Bókm.fél. 578 8vo. í sama hdr. skammabréfið til
ólafs biskups og trúarjátning Snotru.
2) Sama hdr.