Blanda - 01.01.1932, Page 92
86
i4-
■ Prestur nokkur sendi vinnupilt sinn á sunnudags-
morgun til bónda þess, er DavíÖ hét, þess erindis,
aÖ fala smjör af honum. Pilturinn fer og kemur
aptur um daginn. Stendur þá sem hæst á embættis-
gerÖ í kirkjunni, og fer hann út í krókbekkinn og
sest þar. Prestur er í stólnum aÖ prédika. Ber þá
svo að, þegar hinn er nýsestur, að prestur segir við-
víkjandi efni því, sem hann er um að ræða: „Hvað
segir sá heilagi Davíð hér um?“ Pilturinn hélt, hann
spyrði sig og svarar hátt, svo allir heyrðu: „Hann
bölvar því smjörinu þér fáið, því þér hefðuð ekki
borgað sér svo vel í fyrra.“
15.
Prestur nokkur keypti svín og hafði heim til sín.
Þetta fréttist brátt um sóknina, og fjölmennti fólk
venju framar við kirkjuna, eptir það svínið kom.
Kerling ein var í sókninni svo hrum, að prestur
hafði i nokkur ár orðið að ómaka sig til að þjón-
usta hana heima, en nú kom hún til kirkjunnar.
Prestur sér hana og segir við hana: „En hvað þú
gast farið að korna núna.“ „Já,“ segir kerling, „það
var ekki eina erindið að heyra til yðar í dag, mig
langaði til að sjá svínið, áður en eg dæi.“
16.
Þegar Finnur biskup var prestur í Reykholti, prim-
sigridi hann barn. Gömul myndarhjón héldu barninu
undir primsigninguna, og er prestur spyr í hvers
nafni barnið væri skírt, svara þau: föðurs og anda.
Hvar er þá sonurinn, segir prestur. „Sonurinn,“ seg-
ir kerling, „hann fór ofan að Sturlureykjum að leiða
kú.“ Þau hjón áttu einn sonu fullorðinn, og hélt