Blanda - 01.01.1932, Síða 94
88
ar: „Eg var, prestur minn gó'Öur, uppi í MiSbæ að
drekka soð, það er svo gott af blessuðum svartbaks-
ungunum." „Þei, þei,“ mælti prestur, „hættu, Kristín,
krjúptu niður og játaðu syndir þínar og lestu skripta-
ganginn." „Eg skal gera það, prestur góður,“ mælti
Kristín, og kraup niður og segir: „Minn kæri, verð-
ugi faðir!, eg get ekki að því gert, að mér þykir
svartbaksunginn svo góður, og soðið svo sætt af
honum.“
19.
„Það er eins og annað núna,“ mælti karlinn, „að
allir góðir siðir eru aflagðir; nú er aldrei rifizt við
kirkju, og var það öðruvísi í ungdæmi mínu, þá bar
margur blátt auga og brotið nef frá kirkju sinni.“
20.
Prestur nokkur tók eptir því, að kerling ein í sókn
hans kom framar öðrum opt til altarisgöngu. Eitt
sinn spyr hann hana, hvað því valdi, hvort það sé
af trúrækni hennar, eða öðrum hvötum. „Og það
er af því,“ mælti kerling, „að mér þykir vínið svo
gott.“ Prestur innir hana eptir, hvort það sé ein-
ungis af því. Kerling segir, það sé ekki af öðru,
hún segi það satt. Prestur spyr hana, hvort henni
geti þá ekki verið sama að koma rétt inn til sín,
og hann gefi henni þar að súpa á víninu. „Ójú,“
segir kerling, „eg vil það miklu heldur, því eg kann
að fá drýgri sopann, þegar aðrir drekka ekki í blóra
við mig.“
21.
í sókn Bjarna prests Jónssonar á Mælifelli1) var
1) Hann dó 1809. Annarsstaðar hef eg séð sögn þessa
í sambandi við séra Bjama Pétursson á Melstað (f 1790)
og að þetta hafi átt að vera í MelstaSarsókn. — (H. Þ.).