Blanda - 01.01.1932, Page 104
98
fyrir lancli'Ö. Var nú lensað suður og vestur með
landinu, og hélzt stórhríðin og veðurofsinn. Höfðu
þeir landkenningu við Papey, en síðan ekki, fyr en
þeir fóru fram hjá Vestmannaeyjum, að þeir grilltu
sem fljótasta í eina eyna á bakborða. Var það á sjö-
unda degi eptir að þeir létu út frá Seyðisfirði. Var
þá bleytuhríð með ofsaroki og stórsjó. Þeir fóru djúp-
leið fyrir Reykjanes og lentu þar í röstinni, og var
illt yfir hana. Ekki sáu þeir þar land.
Var nú siglt yfir Faxaflóa í austanroki. Var þar
illt sjólag og ágjöf mikil. Þegar kom undir Snæfells-
nes, lægði veðrið nokkuð og var þá siglt fyrir Önd-
verðarnes og austur með Jöklinum, en þar var slíkt
sjólag ofan af Breiðafirðinum og veðurofsi, að eigi
þótti gerlegt að halda áfram. Var þá borið um og
siglt til baka aptur vestur fyrir Jökul og lagzt þar
við bæði akkerin á lítilli vík. Var þar lítið hlé fvrir
stórsjóunwm bæði sunnan og austan fyrir, og var
aldrei fært óverjuðum yfir þilfar, þá tvo sólarhringa,
sem þeir lágu þar. Þegar þeir lögðust þar, höfðu
þeir verið io sólarhringa frá því þeir fóru frá Seyðis-
firði.
Siðari sólarhringinn, sem þeir lágu þarna, var bjart
veður. Sást þá fjöldi skipa, sem „lágu þar til“, og eitt
skip, — „jakt“ frá Flatey á Breiðafirði, — lá þar
skammt frá þeim fyrir akkerum. Kom skipstjórinn,
Jóhannes að nafni, yfir til þeirra. Sagði hann þeim
að þeir lægju þar á óheppilegum stað, því þarna
væri hraunbotn, og spáði þeim illa að ná upp fest-
unum. Réð hann þeim til að leysa þaðan hið bráð-
asta, því ef vindstaðan breyttist, yrði illt fyrir þá
að forðast landið. Veðrið fór nú hægjandi, og var
þá leyst. Gekk það að vísu erfiðlega, en tókst þó
að ná upp festunum. Vindur gekk til suðvesturs, og
var siglt 6 mílur til norðvesturs undan Jöklinum og