Blanda - 01.01.1932, Page 116
IIO
því, að á Klaustrum hafi verið prestlærðir menn, og er
nafnið á staðnum vafalaust komið af latínunafninu Claustr-
um, sem það hefur í upphafi heitið. Nafnið Holofernes er
gamalt biblíunafn og hlýtur því að vera komið frá latínu-
lærðum manni.
Um húsarústirnar sjálfar verður ekkert áreiðanlegt sagt
að svo komnu, því engin nákvæm athugun hefur átt sér
stað, en ef grafið yrði í rústirnar, er sennilegt að eitthvað
það kæmi í ljós, sem nú er hulið, og maður fengi ef til
vill fullar sannanir fyrir munnmælasögunum gömlu, og
fram úr gleymskuhjúp fortiðarinnar mætti draga þá hluti,
sem færðu manni sannanir fyrir klaustursögninni, sem
bundin er við Hraunþúfuklaustur.
A t h s. Jafnvel þótt sumt í þessari grein Guðmundar i
Villinganesi sé þegar leiðrétt af M. J. hér að framan, sam-
kvæmt bréfi Þormóðs Sveinssonar, þá eru hér þó nefnd
nokkur atriði, sem þar er ekki getið, og þótti því rétt, að
láta þetta verða samferða hinum athugasemdunum. En frek-
ara um þetta efni verður ekki birt í „Blöndu", enda þykist
hún hafa gert þessu Hraunþúfuklaustri full skil. — 15. febr.
1932. — H. Þ.
Athugasemdir.
í Blöndu IV., bls. 387—395, er grein eptir Vigfús Guð-
mundsson um mái Jóns Runólfssonar i Bakkakoti, 1861.
'Þó að eg sé litt kunnur efni því, er greinin fjallar um, þá
vil eg samt leyfa mér að gera nokkrar athugasemdir við
hana.
V. G. segir, að málum( Jóns, föður hans og systkina, hafi
lokið með dómum undirréttar. En það er ekki rétt. Báð-
um dómunum var áfrýjað til landsyfirréttar, fyrri dómnum
af amtmanni, en hinum siðari af sakborningum. Dómur i
máli Jóns Runólfssonar var kveðinn upp í yfirrétti 17.
marz 1862. Var Jóni dæmd þriggja ára betrunarhússvinna