Blanda - 01.01.1932, Page 124
118
fyrir orðið, ef konurnar hefSi allar að honum sótt
að ná kúnni, því varla mundi hann hafa staðizt þær
allar, ef skelega hefðu þær sækja viljað. Jón svar-
ar: „Fyrst mundi eg hafa stikað með breddu minni
ístruþykkt á kviði Halldóru, hvað sem eptir hefði
komið.“ Sagt er, Jón sá væri ei síðar áreittur af
Halldóru.
Árni hét maður, kallaður blóti, ódæll og illur við-
urskiptis. Bjó hann á Reykjanesi. Það varð, að hann
átti 2 börn i hórdómi; hugði hann nú ærinna sekta
von; hann vissi og af harðdrægni Ólafs sýslumanns,
en orð lék á, að liðsemd mundi það mest þeim, fyr-
ir sökum yrði, að múta þeim Ólafi og Halldóru með
brennivíni. Hugðist nú Árni að neyta þess, og fór
heiman landveg fyrir innan Þorskafjörð, með tvo
brennivínskúta, reiddi þá undir sér, og reið bleikri
hryssu, allduganlegri. Er ekki getið um ferð hans
fyr en hann kom á Vattarnes. Ætlaði Árni að leggja
þaðan á Þingmannaheiði. Veður var allískyggilegt,
ög réð bóndi honum frá að leggja á fjallið, lézt ætla
forráðsveður á lopti, en Árni svaraði þvi, að þó hann
færi þessa ferð, mundi ekkert gott fyrir liggja, mundí
hann aldrei aptur heim komast, og líkast til, að til
\htis yrði hann korninn í kveld. Bað bóndi hann
ei svo hraparlega mæla. Eigi andæpti Árni því, og
lagði þaðan á heiðina, en að því varð hóndi sann-
spár, að eigi leið langt, áður moldviðriskafald rak
á með gaddhörku. svo Árni varð úti, og spurðist
ei fyrst til hans.1)
i) SíÖar er þess getiö í þættinum, a'ð Kjálkafjarðará
liafi spýtt líki Árua íram í Kjálkafjörð, og hafi Einar
Snæbjörnssön á Auðshaugi fundið það og fengið Jón „skóla“