Blanda - 01.01.1932, Page 141
i35
er hann léði föður þínum?“ Eg kvað það rétt vera.
sagði hann, „eg man það, að þú varst einn, og
Briem vildi ekki láta þig fara, en þú varst úlfúðar-
jegur og kvaðst fara hvað sem hver segði og kvaddir
I snatri. Þá gekk eg fyrir dyrnar og kvaðst mundi
geta stöðvað þennan litla mann. Settist þú þá niður,
nieð húfu og vetlingana milli hnjánna. Bað Briem
Eirik bróður þinn, er þar var vinnumaður og var að
Vefa, að gæta þess að þú færir ekki út í hríðina, en
svo kiumaðist þú burtu. Eiríkur kvaðst óhræddur um
þig og ekki hafa vitað, að þú fórst; væru bræður sin-
II vanir hríðum og ýmsu misjöfnu.“ Prófastur spurði
nnkið eptir föður mínum og hvað hann hefði lengi
yerið hreppstjóri; hélt eg hann hefði verið það í 25
ar- Ræddi prófastur lengi við okkur um kveldið.
-Morguninn eptir var skafrenningshríð. Bjuggumst
VR til ferðar, og spurði Oddur, hvað greiðinn kost-
aöi. en prófastur kvaðst aldrei selja næturgreiða. Bað
hann mig að taka af sér bók til séra Jóns Kristjáns-
s°nar í Steinnesi, „og munuð þið þar fá tuggu handa
hestunum." Kvaddi hann okkur og hljóp í skafhríð-
lnni, sem ungur væri, áleiðis til Svínavatns; þar ætl-
a<5i hann að messa um daginn. Þegar við komum að
Reykjum á Reykjabraut, komu þeir þar jafnsnemma
Eorsteinn og Jón, en um Vigfús vissu þeir ekkert, og
sáum við hann aldrei. Sveik hann okkur alveg um
félagsskapinn og forustuna; þótti okkur það illt, því
við vorum allir ókunnir leiðinni suður. Á Reykjum
hjó Egill Halldórsson gullsmiður, stór og karlmann-
legur maður. Hann veitti okkur kaffi, en hey handa
þremur hestum, því Þorsteinn og Jón voru með sinn
hestinn hvor — og vildi enga borgun fyrir. Þaðan
héldum við að Stóru Giljá og báðum við þar um
gistingu, því þá dimmdi að með hríð. Bóndinn hét
Jón og var háaldraður, en gildur og bóndalegur á