Blanda - 01.01.1932, Page 148
142
viS brosi, mest hjá Jóni og Þorsteini. NæturgreiÖinn
kostaði I ríkisdal fyrir allt. ÞaÖan héldum vi'Ö eptir
ruddri hraut í gegnum skóginn að NorÖtungu. Þar
bjó Hjálmur alþingismaÖur, gaf hann okkur kaffi,
en hestunum hey. Þá var komin vond hríð meÖ fann-
komu. Héldum viÖ nú eitthvað í áttina, meðfram
klappa-ás, allt aÖ Steinum. Bóndinn hét Þorbjöm
Ólafsson og hafÖi verið eitt sumar á Flugumýri hjá
Ara og var frændi hans1) ; þar kynntust þeir Odd-
ur og tók hann okkur sem bezti bróÖir. Jón og Þor-
steinn fóru aÖ Lundum skammt þar frá. Vorum við
Oddur daginn eptir um kyrt, viÖ nógar veitingar og
skemmtanir. Eptir 3 dægra hvíld héldum viÖ á
staÖ, og vildi bóndi enga borgun taka. Hittum viÖ
félaga okkar og héldum yfir Hvítá og hjá Hesti, allt
aÖ Grund í Skorradal. Þá var komin sú voÖa rign-
ing, aÖ eg hafÖi aldrei komiÖ út í slíkt óveður. Kom-
um viÖ aÖ Grund og fengum aÖ á þar. Fóru þeir fé-
lagar inn og settust við spil, en eg fór að sækja hey
handa hestum okkar, ineð vinnumanni. Heyið var í
garði og var þakið í kollinn, voru víða ræsi undir
heystæðinu, beljaði þar vatnið, og flaut þar mörg
tuggan, er heyið var tekiÖ, en mesta hætta með að falla
í ræsin, á meðan eg var að taka í meisinn, og hafði
eg aldrei á æfi minni séð slíkan sóðaskap með hey.
Þegar eg komst heim með meisinn var eg farinn að
finna til bleytu á öxlunum; var eg þó vel klæddur, í
nýrri vaðmálsskyrtu, nýrri peysu, svo í þunnri treyju
og þykkri úlpu yzt fata. Þegar eg kom inn, sagði eg
að nú kæmi i annað sinn Nóaflóð, en heimapiltar
sögðu þetta ekkert vera, og varð eg þá orðlaus, sem
þó sjaldan var. Þá birti upp. Bóndinn gaf okkur
gistinguna, en við fórum um kveldið að Indriðastöð-
1) Voiu 2. og 3. (frá séra Ara Þorleifssyni).