Blanda - 01.01.1932, Page 154
148
morguninn borgu'Öum viÖ greiðann 2 mörk hver,
nema eg 1 mark, því vinnumaðurinn kvaðst hafa gef-
ið Grána mínurn frá sér, og var hann vel haldinn;
hann var líka svo duglegur að éta, hvaða hey sem
honum bauðst, og át allt, sem að kjapti kom og ætt
var. Héldum við nú að Hvammi og kom Oddur á
móti mér, glaður í anda. Frá Hvammi fórum við
4 félagar einir sér; var þá bezta veður og færi. Fór-
um við hjá Hálsi í Kjós og þar yfir litla á, voru þar
stúlkur nokkrar við þvott. Piltarnir fóru að spauga
við þær og sagði þá ein þeirra: „Lengi hafið þið
opinn kjaptinn, Skagfirðingar." Þeir þögðu, en eg
sagði: „Hvernig veiztu, að við erum þaðan?“ Hún
mælti: „Málfæri ykkar lýsir því.“ Þá sagði eg: „Þú
ert sjálfsagt í ætt við ambáttirnar, sem ertu hann
Pétur postula forðum.“ Hún hló við og mælti: „Þú
svarar einhverntíma fyrir þig orði, strákur litli, og
líkar mér vel við þig.“ Svo héldum við að Uppkoti
í Eyrarhverfi, þar gátu ekki nema 3 fengið gistingu.
Staddur var þar ungur bóndi, tómthúsmaður, er átti
heima niður við sjó, þar sem hét á Eyri. Hann hét
Ólafur1) og var blestur á máli. Bauð hann mér gist-
ing og þáði eg það fúslega. Hann bjó í litlu timbur-
.húsi og átti unga konu, fríða og glaðlega. Þar var
allt mjög þrifalegt. Fékk eg strax sætt kaffi með
brauði og skömmu síðar hrísgrjónagraut með rúsín-
um í og brytjað hveitibrauð ofan í, og sama um morg-
uninn. Þetta þótti mér góð gisting. Konan bað mig
segja sögur, hvaða rugl sem væri; sparaði eg það
ekki og lét munninn mása allt kveldið, og hlógu hjón-
in dátt að sumu, einkum sögunni af heimska Prjám-
usi. Um morguninn vildu þau enga borgun, en eg
neyddi konuna til að taka við hálfum dal. Kváðust
1) Jónsson. Kona hans Þórdís Jónsdóttir.