Blanda - 01.01.1932, Side 162
156
eg að litast um; þótti mér skipiÖ stórt; það var teiu-
æringur. Þar sá eg mann svo risavaxinn, að mér of-
bauÖ; það var Ámi málhalti; bar hann farangurinn
um borð með fleiri mönnum. Allir farþegar voru
bornir um borð, svo þeir láotnuÖu ekki, því þá var
hríðarveður með grimmu frosti, en rofaði opt til
lopts. Arni bar okkur Odd félaga, sinn á hvorum
handlegg og óð í mitti; þá var sjógangur allmikill.
Seinast bar hann Odd kandídat og gekk svo á land.
Þá stóð skipið botn að framan, því það var mjög
hlaðið; kallaði þá Oddur til Árna, að hrinda fram.
Fór þá Árni framan undir skipið og setti bakið við;
ofbauð mér að sjá þessar aðfarir til þessa manns,
því sjórinn skall um axlir hans, þar til skipið losn-
aði. Þá tók Oddur vínflösku og rétti honum, lypt-
um við höttum til kveðju, en Árni hljóp á land upp
og kallaði: „Ja, ja, sigla, sigla.“ Oddur sagði okk-
ur, að enginn vissi afl Árna, og þá hann væri við
öl á götum í Reykjavík, hræddust hann allir og ekki
sízt „pólitíin", því honum væri uppsigað við þau.
Var nú sett upp stórseglið og 2 fokkur, og litlu síð-
ar apturseglið; höfðum við siðuvind fram með Sel-
tjarnarnesi og vildi gefa á, því stórsjóir voru. En
er kom fram fyrir nesið, var beitt til suðurs og stóð
vindur á eptir; var þá ásað út á bæði borð; skreið
nú gnoðin, svo mér sýndist landið fljúga. Lá nú
vel á drengjum. Oddur var við 5. mann, og við ver-
menn 10. Við Oddur félagi vorum í framstafni skips-
ins. Oddur kandidat stýrði sjálfur; hann var i sel-
skinnskápu og höttur yfir höfuðið, var hún öll órök-
uð og skósíð. Þegar við fórum fyrir Álptanes, fóru
tveir að berja sér, því kalt var. Sló þá Jón frá Torf-
mýri húfuna af Sigurði snarfara, skagfirzkum, svo
hún fauk út á sjó. Sigurður reiddist og sveif á Jón.
Það sá Oddur kandidat og kallaði, að væri nokkur