Blanda - 01.01.1932, Page 173
167
Sveinn karl1) á henni, og dó hún þar. — Sveinn
var læknir, ljótur karl, óskrifandi og ólæs, hafÖi
komizt í þjófnaÖarmál og verið flengdur. Sveinn tók
fætur og hendur af Jóni í Hítardal, er úti lá í Hítar-
dal; hafÖi hann látið fé út úr húsum á sunnudag,
móti skipan séra Björns þar, og lá hann svo úti til
þess á fimmtudag, í byl, er á kom. Sveinn læknaði
mann, er Hannes hét, er hafði sár á fæti, er enginn
gat grætt, og hafði maður sá farið viða um land
til lækna; einnig læknaði Sveinn Ara Sæmundsson2)
af hættulegri brjóstveiki, er aðrir gátu ei við gert.
Það var einhverju sinni í óþerratíð, að Þorbjörn
kom til Hjarðarholtskirkju, og töluðust bændur við
um, hvað inn væri komið í garða af heyjum, og sátu
þeir inni í húsi hjá Einari bónda Þórðarsyni. Þá
mælti einhver, að enginn rnundi vera, er fengið hefði
svo mikið inn sem gullsmiðurinn á Lundum. Þor-
björn stökk upp hinn reiðasti og mælti: „Viljið þið
mig út?“; svo var hann fljótur og bráðlyndur, sem
eldur tæki sinu. — Þorbjörn reis snemma um morgna,
en þá hann gekk ei til vinnu og tók að eldast og
lasnast, varð honum svo brátt, er hann vaknaði um
morgna, þá tún var slegið, að hann stökk nakinn
af sænginni, og hljóp í kringum bæ allan, brókar-
laus, til að sjá, hvort fólk stæði allt að verki ....
Þorbjörn mætti opt hógværum aðvörunum af presti
sínum Pétri Péturssyni,3) og lét mikið að þeim leið-
ast, þvert um geð sitt. Tók hann einatt bréf séra
Péturs og grét ofan í þau, meðan hann var að taka
)iSÖnsum“, og mjög var honum vel við hann. Þor-
1) Hann var Arnfinnsson, ættaður norðan úr Stein-
grimsfirði.
2) þ. e. Ari umboðsmaður á Akureyri, nafnkunnur mað-
«r (f. 1797, f 1876).
3) prófastur í Stafholti (t 1837).