Blanda - 01.01.1932, Page 217
211
inu áður urÖu aÖ sitja heima og fengu aldrei Græn-
land augum að líta, því aÖ allt þetta Grænlandsfarg-
an hrundi í rústir við lát Friðriks konungs 4., 12.
okt. 1730, grænlenzka nefndin leystist sundur og
varð að engu, en Kristján konungur 6. sendi skip
dl Grænlands vorið 1731, með skipun um að flytja
burtu þaðan alla Evrópumenn, en báðar nýlendurn-
ar» Godthaab og Nepisene, skyldu tafarlaust leggjast
uiður. Hans Egede fékk þó leyfi til að vera kyr
fyrst um sinn með 8—10 mönnum, er ekki viklu
yfirgefa hann, en allir aðrir útlendingar voru fluttir
I'urtu á 2 skipum, þar á meðal danski landstjórinn,
virkisforinginn meÖ öllum „dátum“ sínum, báðir
kaupmennirnir og 2 prestar, en Egede var ekki veitt
n°kkurt vilyrði um hjálp eptirleiðis, þótt úr því
raknaði siðar, en 1736 fór hann alfarinn úr Græn-
landi.
Það var annars giptusamlegt, að þetta Grænlands-
flan Islendinga fyrir rúmum 200 árum skyldi kafna
1 fæðingunni. Það hefði orðið til ófarnaðar þeim,
sem farið hefðu, og óvíst, hve margt illt hefði get-
að af því leitt fyrir íslenzku þjóðina í heild sinni.
II.
■®fiminning séra Jóns Bjarnasonar á Rafnseyri.
[Aðalheimildirnar fyrir þessum kafla eru meöal annars
skjöl, er C. F. Wandel viceadmiráll í sjóli'ði Dana afhenti
rnér í Höfn 18. júní 1926 sem gjöf til Þjoðskjalasafnsins
fyrir milligöngu dr. L. Bobé sagnaritara. Eru þar á með-
al_ eiginhandarbréf frá Bjarna landlækni Pálssyni og séra
Jóni Bjarnasyni. En vi'Ö æfiágrip séra Jóns hef eg nota'ð
ýmsar fleiri heimildir er eg hef optastnær getið um.
H. £>.].
Þrjátíu árum síðar, en flutningur íslendinga til
Grænlands fór út um þúfur, sem fyr segir, urðu
14*