Blanda - 01.01.1932, Síða 226
220
Það hefur þó ekki veri'ð fyr en um eða rétt eptir
1760, að géra Jóni hefur kornið til hugar, að flytj-
ast af landi burt til Grænlands, og hygg eg, að von-
brigðin yfir að fá ekki Holt í Önundarfirði 1761
hafi mest knúð hann til þess, eins og eg fyr gat
um, og um 1762 hafi hann ráðið við sig að fara,
ef hann fengi ekki Holt í brauðaskiptum, er útséð
var um 1763, Um þetta leyti hefur hann fagt
sig sérstaklega eptir grænlenzkunni, og virðist hafa
orðið vel fær í henni af sjálfsnámi á þessum ár-
um, svo að vafalaust hefur enginn íslenzkur sveita-
prestur hér á landi orðið jafnfær í því hrognamáli,
eða réttara sagt enginn annar prestur hér en séra
Jón Bjarnason lagt það nám fyrir sig. En hann
hafði einnig fastlega ásett sér að gerast trúboði á
Grænlandi, verða einskonar annar Hans Egede þar
vestra, og- var þá höfuðskilyrði að geta skilið mál
Skrælingja." Má sjá, að séra Jón hefur á þessum
árum átt bréfaskipti við Poul Egede (son Hans
Egede), þáverandi forstjóra grænlenzku trúboðs-
nefndarinnar í Kaupmannahöfn, einnig við Egil Þór-
hallason, og boðizt til að fara til Grænlands, meS
vissum skilyrðum. En hann átti erfitt uppdráttar
hér, að fá þessu áformi sínu framgengt, því að flest-
ir töldu þetta firru eina og vitleysu, sérstaklega
yfirvöld landsins. Hinn eini embættismaður, sem
studdi mál hans, virðist hafa verið Bjarni landlækn-
ir, og eg hygg, að það hafi meðfram verið eptir
beiðni séra Jóns og í samráði við hann, að Bjarni
hefur 13. sept. 1763 á ferð í Stykkishólmi ritað
,,Nokkur atriði um l^yggingu Grænlands af islenzk-
(á dönsku) um hina misheppnuðu ferð Dana vestur frá
Breiðafirði til austurstrandar Grænlands 1748, undirskrifuö
J.B.S. (þ. e. séra Jón Bjarnason) 1751.