Blanda - 01.01.1932, Side 234
228
ur höf. tileinkað hana, bæ'Öi á grænlenzku og á ís-
lenzku, þeim séra Gunnari Pálssyni í Hjarðarholti
og séra Markúsi Snæbjörnssyni í Flatey. Segir í rímu
þessari eða Skrælingjaníði, að Skrælingjar á Græn-
landi hafi haustið 1760, eða þá er nokkuð var kom-
ið fram á veturinn, rnyrt skipshöfn af dönsku verzl-
unarskipi, er lagt hafði út frá Húsavík, en hrakt-
ist til austurstrandar Grænlands; hefði skipið verið
gamalt og lekt. Segir í rímunni, að á skipinu hafi
verið, auk Michelsens kaupmanns frá Húsavík, einn
íslenzkur piltur, Jón að nafni, er ætlaði hafi til
náms í dönskum skóla, gáfaður piltur. Samkvæmt
öðrum heimildum hefir piltur þessi verið Jón Jóns-
son, bróðir séra Benjamíns, er síðast var prestur á
Brúarlandi (f 1832). Var hann fósturson séra Björns
Magnússonar á Grenjaðarstað, og var settur í Hóla-
skóla 1757, 13 vetra1), en sigldi einmitt haustið
1760 með Húsavíkurskipi til framhaldsnáms í Dan-
mörku, en samkvæmt frásögninni í Skrælingjarímu
hefur piltur þessi og öll skipshöfnin verið myrt í
Grænlandi, því að Skrælingjar sögðu frá því sjálfir,
að þeir hefðu drepið skipshöfn, er hrakizt hefði til
þeirra, en frá Danmörku barst svo fregnin hingað,
og þóttust menn vita með sannindum, að það hefði
verið skipshöfnin af Húsavíkurskipinu, er hvergi
kom fram. En orðrómurinn um illvirki þetta virðist
hafa farið mjög dult, eða ekki lagður fullur trún-
aður á þetta, því að þess er ekki getið í samtíða
íslenzkum heimildum. Þó er engin ástæða til að rengja
frásögn Skrælingjanna, en hitt er dálítið einkenni-
legt, hvers vegna séra Jón yrkir þetta Skrælingja-
níð einmitt um það leyti, sem vonir hans taka að
1) Sbr. Skólaraðir (útg. Sögufélags. 1918—1925) bls.
394 111 eð aths. minni þar, og á bls. 480.