Blanda - 01.01.1932, Page 249
243
Kerum viö svo i land. Þeir spuröu mig, hvort eg
hefði rennt færi fyrri, en eg kvaö nei við. Þá
sogðu þeir, aö þessi fyrsti dráttur rninn væri Maríu-
fiskur og ætti aö gefa hann fátækum. Eg tók þvi
(lauft, því mig langaði til að éta hausinn. Þeir
sogðu það vera lánsmerki aö gefa fiskinn og sner-
^st mér þá hugur. Tók eg snæri og hnýtti upp í
þorskinn og dró hann svo á eptir mér. Hann var
stór og þungur, en eg busi lítill og datt mér í hug
sagan um Uröarkött foröum. Eg fór að kofa Höllu,
sem var stutt leið, og gaf henni fiskinn. Man eg
ei oll þau blessunarorö, sem hún las yfir mér og
bauð mér inn. Hún átti ketil, sem tók 3 merkur
°g var vani hennar aö súpa kaffi úr honum, i einu.
l'ór hún nú aö velgja kaffisopann og gaf hún
,T>ér 1 mörk, því hún átti merkur-bolla. Kaffiö var
afar sterkt og gerði eg mitt harðasta að ljúka því.
1-n hún saup 2 merkur og kvaðst þurfa aö hita
þá 3. í viðbót, því aö hún væri vön aö súpa ketil-
greyið í einu og ofbauð mér þessi kaffidrykkja.
A meðan eg taföi þar, geröi eg tvær vísur, var
ónnur um Höllu og ekki laus viö skens. Lofaöi
Oddi að heyra þær og baö hann að hafa þær
okki á orði, en hann sveik mig um þaö, og var það
1 það eina sinn, sem eg reiddist viö Odd. — Ver-
t>ðin var fjarska aflarýr og fyrir þaö var sjaldan
'oið og deyfö í mönnum af þeirri orsök. Mér leidd-
ust landlegurnar, skemmti eg mér þá helzt viö Njálu
ug gamlan Klausturpóst, haföi eg bækurnar undir
kodda mínum. Ólafur Þormóðsson og hásetar hans
spiluðu upp á peninga flestalla landlegudaga, opt-
ust nær „lumber“ og voru þá jafnan við öl. Var þá
jörugt að koma inn til þeirra. Ólafur lá upp í rúmþ
íaföi flöskuna á kodda sínum, en munntóbakiö á
illu 0g gaf þeim, er inn komu. Eg kyngdi víninu,
16*