Blanda - 01.01.1932, Page 252
246
vín og gaf óspart, því hann haf'ði höfðingslund.
Sást ekkert á tunnu hans, vegna aflaskorts, þar eð
lítið þurfti að salta. Á laugardag fyrir páska lét
Ólafur moka frá tunnunni þar til sá á kranann;
]>á var farið að súpa á, og það svo, að allflestir urðu
blindfullir. — Svona leið vertíðin fram yfir sumar-
mál, sifellt aflaleysi og deyfð í mönnum. Þá var
farin ferð til Reykjavíkur, að sækja kol, brauð og
margt fleira, sem vantaði. Fórum við á einu skipi
stóru. Lentum við hjá Skildinganesi, gengum svo til
Reykjavíkur og komum í margar búðir. Var Ólafi
alstaðar tekið sem höfðingja, því hann var þess
verður, og nutum við hans þar víða. Sigldum við
svo heim í bezta leiði.
Rétt fyrir lokin kom mikið norðandrif. Hrakti þá
afarstóra fiskiskútu inn á víkina. Hún var útlenzk.
með svörtum seglum og leizt mörgum illa á skipið.
Ólafur vildi, að farið væri um borð í skútuna, tit
að verzla við skipverja, og að við værum margir
saman. Varð það og urðum við iS saman, á þremur
skipum. Skútumenn tóku okkur vel; þótti mér
búningur þeirra afkáralegur og fremur tötralegur.
Var nú verzlað við þá með ýmislegt. Eg átti kaup
við einn með róna vetlinga; hann kom með heitt
vín í skál og gaf mér að drekka, þetta fékk eg fyrir
vetlingana. Við fórum ofan í skipið og komum í
lestina, þar var mjög sóðalegt, ægði þar öllu saman,
kolum og allskonar óþverra. Stýrimaður var hár
maður svartur og ljótur, sem þeir voru allir skip-
verjar. Skipstjórinn hét Jón Guðmundsson, digur og
ljótur, á áttræðisaldri, og alkunnur við Suðurlands-
strendur; hafði hann strokið hér af landi á yngri
árum. Illa gekk okkur að skilja skipverja, þó gat
Ólafur helzt skilið þá. Þegar við vorum í lestinni
heyrðum við nokkrum sinnum ámátlegt gaul í aptur-