Blanda - 01.01.1932, Page 273
2Ó7
ið væri aö snúa líkinu tvo snúninga eöa þrjá. Skar
þá prestur úr þrætunni meö þessum oröum: „Og
snúiö þið honum einn til piltar, aldrei veröur hon-
um ofsnúiö." — Þetta haföi þau áhrif, aö menn
sneyptust, og lagöist siðvenja þessi niður.
Slysasamt hafði verið venju fremur í Grímsey um
það leyti sem séra Páll kom þangað. Höfövt menn
hver eptir annan hrapað þar við eggjasig i bjarginu
og beðið bana. Er sennilegt, að það hafi stafað af
ófullkomnum úbúnaði, en Grímseyingar kenndu það
iHvættum þeim, sem í bjarginu byggju, og töldu
sig nú illa vanta Guðmund biskup. Séra Páll bauð
þeim að vígja bjargið, ef þeir vildu gjalda til prests
ákveðna tölu fugla og eggja frá hverjum búanda,
og gengu eyjarskeggjar óðfúsir að því, enda skyldi
prestur ábyrgjast þeim árangur vígslunnar. Prest-
ur fékk nú trausta festi, sem hann þaulvígði. Safn-
aði hann svo saman flestu fólki eyjarinnar ákveð-
inn dag, og gekk hempuskrýddur i broddi fylk-
ingar út á bjargið. Lét hann binda sig í festina og
búa vel um. Tók latneska málfræði úr barmi sér
°g las í henni lítið eitt í hálfum hljóöum. Skip-
nði hann svo að láta sig síga, en fólkið skyldi syngja
sífellt, meðan hann væri í bjarginu og svo hátt sem
það hefði róm til, en þá allra hæst, ef það heyrði
högg og hávaða í bjarginu, því nú mundi alls við
þurfa. — Prestur seig nú í bjargið, og á meðan
söng fólkið af öllum lífs og sálar kröptum. Prest-
ur söng einnig, en strax þegar hann var úr aug-
sýn fólksins, dró hann hamar upp úr hempuvasa
sínum, og braut með honum hvassar brúnir, sem
áður höfðu skorið lélegar festar sigamanna, jafn-
framt og hann ruddi niður lausu grjóti. Varð af
þessu hinn mesti ghimrugangur. Héldu Grímsey-