Blanda - 01.01.1932, Page 277
271
nokkur börn, þar á meSal var Páll, fyrri maSur
GuSrúnar Jónatansdóttur, skálds, sem lézt 1925 í
Stíflu. Var Páll annálaSur gleöima’Sur, kær aö hest-
um og hagyröingur ágætur. Eptir hann er vísan:
Vaxa fíflar fróni á,
finnst því ríflegt heyið,
ó, hve liflegt er aS sjá
ofan í Stiflu greyiS.
Orti Páll vísuna eitt sinn, er hann aS sumarlagi
kom á Bröttubrekku og sá fram yfir Stífluna, en
hún er, sem kunnugt er, gullfögur sveit, þegar hún
er klædd í sól og sumarskrúö. Páll Pálsson dó
ungnr og var mörgum harmdauöi. Annar sonur
þeirra Páls prests var Tómas. Hann var einnig fjör-
niaSur hinn mesti og hestamaöur, en nokkuS þótti
hann ölkær og þá opt fremur svaSalegur og skjót-
raSur. Tómas átti hest brúnan, ofsafjörugan og
binn bezta grip. ÞaS var eitt sinn um sumartíma,
uS Tómas, sem þá mun hafa búiS í Saurbæ, hleypti
Brún eptir Stórholtsbökkum viS Fljótaá, en þar eru
stampar djúpir ofanviS. Mætti Tómas þar kerlingu
sem Salóme hét, en gáöi hennar ekki, fyr en hann
var kominn fast aS henni. Fékk hann ekki stillt Brún
né sveigt. Sló hann þá i klárinn, sem hóf sig upp
u? yfir Salóme, án þess aö hann kæmi viS hana, en
fómas kallaSi um leiö: „VaraSu þig, Salóme“, en
svo illa tókst til, aS Brúnn og Tómas lentu, þegar
niSur kom, í einum stampinum og fóru á bólakaf,
en &árungarnir sögiSu, aS aSvörun Tómasar til Sal-
ome hefSi komiö jafnsnemma og hann og Brúnn
tóku kafiS í stampinum. Um þetta kvaS Hafliöi
Fljótaskáld: