Blanda - 01.01.1932, Page 308
302
bólstað hjá foreldrum Eyjólfs til vors 1808. Þá
fluttust þau að Galtardal og voru þar eitt ár, til
vorsins 1809. Þaðan fóru þau að Vogi og bjuggu
þar í 5 ár, 1809—1814 um vorið. Þá fóru þau í Ell-
iðaey og bjuggu þar önnur 5 ár, þangað til 1819,
að séra Eyjólfur vígðist til prests. Galtardalur, Vog-
ur og Elliðaey voru erfðafé Guðrúnar eptir móður
sína. Séra Eyjólfur dó 25. júlí 1843, 60 ára. Faðir
minn (hefur) þá verið þar um sumarið og fært
Miðdalaþingbók þá frarn til 8. ágúst.
Það, sem eg man fyrst.
Það fyrsta af öllu, sem eg man eptir, er Kötlu-
gosið 1860. Katla gaus 8. Mai þá um vorið, hálfri
stundu fyrir miðaptan1). Þá var eg rúmlega árs
gamall, og hefi líklega eitthvað verið farinn að
vappa. Það man eg óglögt, hvort svo var eða ekki.
Hitt man eg skýrt, að það var verið að hreinsa
bæjartorfutúnið fyrir ofan og austan bæinn, fyrir
neðan skák þá, sem Ekra heitir. Eg lá þar í laut
hjá fólkinu og var að velta mér til og frá. Man eg
glögt eptir laufunum i lautinni, hvernig þau voru.
Alt í einu heyri eg, að fólkið segir: Hún Katla er
að gjósa. Sagði þá og einhver, að bezt væri víst
að koma krakkanum inn, og eg man eptir því, að
farið var með mig inn í bæ. Man eg mjög glögt
eptir því, að eg sá þá reykjarmökkinn leggja á lopt
upp yfir Hemruheiðina, og bar hann hliðhalt við
hæsta fellið á heiðinni, sem heitir Stakkur. Þetta
man eg svo ljóslega sem það hefði verið í gær,
1) íslendingur I, 61—62, 67; Þjóðólfur 1860, bls. 99—
100; Þorv. Thoroddsen: De isl. Vulkaners Hist. Kh. 1882,
bls. 109.