Blanda - 01.01.1932, Page 318
312
báðir í Reykjavík. Eiríkur var fermdur meS mér.
Þeir eru báSir duglegfir menn.
ÞaS heyrði eg segja Sigriöi dóttur Sveins læknis,
fósturmóður mína, — en hún var þá gjafvaxta,
þegar Páll prófastur slasaSist, — aS þaS hafi faS-
ir sinn sagt séra Páli þegar er hann hafSi kannaö
meiSsl hans, aö ekki yröi hann græddur ööruvísi
en aS örkumlumanni, og yröi annaS hvort aö taka
fótinn af um hnéS eöa hann fengi liöamótalausan
fótinn um hnjáliSinn, ef freistaS væri aö halda hon-
um og græSa svo. Kaus prófastur aö halda fæt-
inum, og hafSi hann staurfót upp þaöan og varö
aö ganga viS hækjur æ síöan til dauöadags. Þoldi
hann furSanlega ferSalög og sat undravel hesta,
þótt fjörugir væri, en fylgdarmannslaus fór hann
aldrei neitt eptir þetta. SumariS 1859 heimsótti
hann í síöasta sinni Magnús sýslumann Stephen-
sen vin sinn, er þá bjó í Vatnsdal í Fljótshlíö. Var
þá hestamaSur Páls prófasts Egill GuSmundsson
frá Hörglandskoti, sá er löngu síSar flutti út i
Biskupstungur og lézt þar, og fleiri voru þeir sam-
an í ferö þeirri og ætluSu frá Vatnsdal aS leggja
austur Fjallabaksveg. Fjörugur hestur einn og ung-
ur var í ferSinni og vildi prófastur ekki annaS en
lagt væri á hann handa sér um morguninn, þegar
þeir legSi af staS, svo aö hann fengi aS reyna
hann, og löttu þess þó ýmsir, því aS menn óttuS-
ust slys af því, aS prófastur mundi ekki fá setiS
hann. ÓSara en prófastur var kominn á bak, þaut
hesturinn af staö meö hann, og stöövaöist ekki
fyrri en á hlaöinu á Keldum, og sáu samferöamenn-
irnir litt til þeirra, en prófast sakaöi ekki. í ann-
aö skipti var þaö, aö prófastur kom utan úr Reynis-
hverfi og voru þá í fylgd meö honum ýmsir vanda-
menn hans og vinir; reiö hann viljugnm hesti og