Blanda - 01.01.1932, Page 343
337
hraunin upp. UrSu því me'ö tímanum beitilönd hin
beztu í hraununum; g'engiS fé aS sumarlagi þótti
afbragS til frálags á haustin og ket af því aS sama
skapi ljúffengt. Svo var og taliS, þegar eg man
eptir, aS ekki væri fé svo illa framgengiS á vorin,
aS ekki væri því óhætt úr því, ef hægt væri aS koma
því austur í hraun. í hrauninu voru og ágætir
vetrarhagar og skjólgott fyrir sauSfé, en fjár-
geymsla og fjárgæzla var þar hinsvegar þá frá
Tungubæjunum bæSi torsótt og hættuleg. Þar var
og margur voSinn fyrir allan pening, sem þar var
hafSur, gjótur, gjár og vötn. Og ósjaldan kom
það fyrir, aS bæSi kindur og hross, sem höfS voru
þar fram eptir vetri, „fóru ofan í“ hraunsprung-
tir og lentu þar í svelti, þangaS, til þau fundust og
varS bjargaS. Kindur hurfu þar opt og fundust
aldrei. Ásaland austan og sunnan eldvatns er afar
víSáttumikiS, og var í þá daga aS minsta kosti ó-
verjandi fyrir ágangi MeSallendinga, sem hleyptu
fé sínu upp í hraunin og höfSu þau fyrir afrétt,
því aS enga afrétt á sú sveit. Til þess aS hafa lands-
ins rneiri nytjar hugSi því faSir minn á öndverS-
um prestskaparárum sínum í Ásum, aS láta gera
nýbýli í hinu forna Neslandi, sem áSur var grös-
ugt. HafSi í því landi staSiS af sér eldinn óeyddur
hár og mikill grösugur háls, er Neshóll heitir. Þar
hugSi faSir minn á aS iáta gera býli, og 29. marts
1847 hafSi hann lofaS Vigfúsi Jónssyni, sem kall-
aSur var geysir, jarSnæSi í Neshól. Jóni Runóifs-
syni í Svínadal, sem var gildur bóndi, þótti hýli
þar sett nógu nærri mörkum Svínadals og Ása-
lands, og hafSi þó ekki lög aS mæla. Kendi hann
þessa upptekt af fylgi Vigfúsar hreppstjóra Bót-
ólfssonar á Flögu viS föSur minn, því aS jafnan
greiddi hann heldur fyrir nafna sínum geysi, þegar
22