Blanda - 01.01.1932, Page 369
363
um frá því, aS hann hef'ði legið átta sinnum meS
dóttur sinni. Hafi Bjarni svo beiSzt lausnar og
skriftar af biskupi fyrir brot sitt og lagt sig upp
á dóm heilagrar kirkju, og tekiS síSan skrift af
biskupi. ÞaS er nokkuS einkennilegt, aS dómurinn
um sekt Bjarna gengur ekki fyrr en 14. maí 1481
(ísl. frbs. VI. 355), ef hann hefur þegar í nóvem-
ber áriS áSur játaS brot sitt, eins og i vottorSum
prestanna segir. Sannleiksgildi vottorSanna rírist og
nokkuS af þeim sökum, aS þeir munu allir hafa
veriS undir handarjaSri biskups. Ketill Grímúlfs-
son mun hafa veriS ráSsmaSur á stólnum, og hinir
munu hafa veriS þar prestar. Þeir virSast jafnan
hafa veriS til taks, þegar biskup þarf þeirra meS.
Þeir vita um, hvaS gerzt hefur í málinu heima á
Hólum. ÞaS er líka dálítiS einkennilegt, aS þeir
hafa ekki vottaS um undanfærsluboS biskupsins, er
hann á aS hafa gert Bjarna á MöSruvallaklaustri
i október 1480. ÞaS er reyndar ekki. víst, aS þeir
hafi veriS þar viS, nema Eiríkur Einarsson, sem
gaf votorS um vitnisburSi þeirra Jóns Þorsteins-
sonar, GuSrúnar GuSmundsdóttur og ÞórSar Ket-
ilssonar (ísl. fbrs. VI. 297, 298). Þó aS gögn þessi
séu ekki alveg gallalaus, þá er samt djarft aS meta
þau öll marklaus. Fyrst er ólíklegt, aS þau Jón Þor-
steinsson hafi verið fengin til aS ljúga upp vitnis-
burSi sínum um samrekking þeirra Bjarna og Rand-
íSar á Þverá í Fnjóskadal. í annan staS er djarft
aS gera ráS fyrir því, aS prestarnir hafi logiS upp
frá rótum vottorSum þessum aS fyrirlagi biskups.
Ef vottorS þeirra Jóns Þorsteinssonar eru sönn aS
efni til, þá veita þau geysilega sterkar líkur fyrir
legorSi þeirra feSgina, en eru þó ekki bein sönnun
í því efni. Alveg sama er aS segja um vottorS prest-
anna um vitnisburS Jóns prests Jónssonar urn sam-