Blanda - 01.01.1932, Page 373
3 67
sett honum þær skriftir, sem hann taldi hæfa. Á
bréfi erkibiskups, sem síöar verður nefnt og er frá
22. sept. 1481 (ísl. frbs. VI. 404—407) má sjá, aö
biskup hefir gert Bjarna að fara utan, á fund erki-
biskups og til heilagra staöa. Þetta voru allþungir
kostir. Bjarni var nú oröinn félaus maöur, meö því
aö hann haföi fyrirgert öllum eignum sínum. Hann
heföi því annaöhvort oröið að taka til eigna konu
sinnar eöa fara utan sem vergangsmaður. Urðu slík-
ir menn að þola margskonar auömýkingar af mönn-
um kirkjunnar, föstur, húðlát, bænahald ýmiskon-
ar og sjálfspyntingar, eftir því sem kirkjuvaldinu
bauð við að horfa.
Hér verður nú að segja nokkuö frá Randíði, þótt
heimildarrit séu sagnafá um hana. Hún hefur lík-
lega hafzt við á Þverá í Fnjóskadal, þegar faðir
hennar var handtekinn, en fráleitt í Hvassafelli.
Hún kann að hafa fengið pata af því, hvað í vænd-
um var, hefur búizt við því, að biskupinn mundi
einnig gera gangskör að því að ná henni á vald
sitt. En það hefur hún viljað forðast í lengstu lög.
Náði biskup aldrei Randíði á vald sitt. Þá bjó á
Skriðu í Reykjadal Hrafn lögmaður Brandsson eldri
(sbr. Safn II. 90), dóttursonur Hrafns lögmanns
Guðmundarsonar, þess er deildi við Jón biskup
Vilhjálmsson. Hrafn Brandsson hefur verið höfð-
ingi mikill, harðger og óvæginn. Hann var hinn
mesti óvin Ólafs biskups út af misklíð þeirra um
reikningsskil af bændakirkjum. Hafði biskup for-
boðað lögmann. Randíður flýði nú á náðir Hrafns
lögmanns, og tók hann við henni, og mun hún
hafa verið á vegum hans, meðan hann lifði. Biskupi
mislíkaði þetta auðvitað stórlega, enda gerðist lög-
maður með þessu stórsekur við kirkjuna. Hann
stoð því í vegi, að hún mætti frarn koma lögreglu-