Blanda - 01.01.1932, Page 375
369
þau hafa veriö sönn. En þrátt fyrir öll þau gögn,
sem Bjarni haföi á móti sér, þá tekur þó lögmaöur
mál þeirra feögina beggja í sinar hendur. Honum
hefur verið kunnugt um það, að ráðstafa skyldi
eignum Bjarna á alþingi 1481 eftir Saurbæjardómi
Jóns Sigmundssonar, og hefur því ákveöið að taka
málið upp þá á þinginu, bæði um Bjarna og Randíði.
Biskup hefur og ekki ætlað sér að vera alveg
óviðbúinn. Áður en hann færi til þings, lætur hann
presta sína bæði votta um játningu Bjarna Ólason-
ar (vottorð 15. júní 1481, ísl. fbrs. VI. 371—373),
um aðbúð hans í fangelsinu á Hólum (vottorð tvö
frá 22. júní 1481, ísl. fbrs. VI. 373, 374), um sam-
rekking Bjarna og Randíðar i Vík í Flateyjardal
(vottorð 8. júní 1481, ísl. fbrs. VI. 374) og um það,
að Hrafn Brandsson hafi beðið biskup lausnar af
forboði því, er á honum hvíldi (vottorð frá 8. júní
1481, ísl. fbrs. VI. 369). Ennfremur hefur biskup
með sér til alþingis verndarbréf Hólakirkju, er kon-
ungar höfðu fyrrum gefið henni, og verndarbréf
Ivristjáns fyrsta til handa bis'Jcupi sjálfum. Og
loks tekur biskup með sér forboðsbréf sitt yfir
Hrafni lögmanni sjálfum.
Á þinginu 1481 gerðist allharkasamt milli bisk-
ups og manna hans annarsvegar og lögmanns og
manna hans hinsvegar. Biskup gekk með klerka
sína i lögréttu, að því er virðist áður en lögmaður
hafði tekið þar til starfa, þegar 30. júní, eða dag-
inn eftir þingsetninguna, líklega þann dag um morg-
uninn. Lét biskup lesa þar upp bréf þau, er hann
hafði haft með sér að heiman og áður er getið,
þar á meðal forboðunarbréf sitt yfir lögmanni, og
lýsti forboði yfir honum enn af nýju. Fyrirbauð
biskup lögmanni að nefna nokkura dóma, meðan
hann væri í forboði, og öðrum mönnum að ganga
24