Blanda - 01.01.1932, Page 385
379
gengiö hafa viö kirkjuvaldi'ö. Mun hann og hafa
verið höfundur, líklega meö Finnboga Jónssyni,
hins langa bréfs, sem Norðlendingar skrifuðu gegn
bréfum erkibiskups um kirkjureikninga (ísl. fbr.
VI. 458—468).
Eftir að Hrafn var fallinn frá, er sagt, að Bjarni
Ólason hafi komizt undir áburð Páls Brands-
sonar á Möðruvöllum. Voru konur þeirra náskyld-
ar, sem fyrr segir. Af Bjarna fara ekki miklar sagn-
ir hér eftir. 29. sept. 1484 vottar hann eftirrit af
bréfum tveimur (ísl. fbrs. VI. 524). Svo er hann
sjálfsagt í Eyjafirði árin 1484—1488. Þann 12. okt.
1488 gefur Margrét Ólafsdóttir, kona Bjarna, Ingi-
björgu frændkonu sinni, Þorvarðsdóttur, konu Páls
Brandssonar, fjórðung í Hvassafelli með öllum
gögnum og gæðum að réttri tiltölu, og samþykkir
Bjarni, bóndi hennar, gjöf þessa (ísl. fbrs. VI.
640—641).
Eins og fyrr segir, hefur Ólafur biskup Rögn-
valdsson komið aftur til landsins síðara missiri árs-
ins 1484. Þá hefur Þorleifur Björnsson haft hirð-
stjórn fyrir norðan land, og hafði konungur boðið
honum í verndarbréfi sínu til lianda Ólafibiskupi frá
23. júlí 1483 að vera biskupi „behjælpelig og
bistandig, at de gör hannem al den Del og Rettig-
hed, som de hannem paa Kirkens Vegne pligtuge
ere ....“ (ísl. fbrs. VI. 496—497). Það verður ekki
séð, að biskup eða Þorleifur hafi gert nokkra til-
r'aun til þess að koma lögum yfir Bjarna eða til
að ná eignum hans undir konung eða kirkju, meðan
Þorleifur lifði (d. 1486). Bjarni sýnist hafa haldið
eignum sínum, i skjóli Páls Brandssonar, alla tíð
óáreittur til 1491. Þó hefur Ólafur biskup ekki
verið alveg athafnalaus þessi árin um mál Bjama.
Þótt hann næði ekki eignum hans, þá hefur hann