Blanda - 01.01.1932, Page 387
38i
málinu fram. Þótti þar mörgum mikiS í ráSizt
eftir því sem málefni Bjarna voru. Eins og nærri
má geta, vildu þeir hiröstjóri og biskup ekki una
við þessi málalok, því aS árið eftir (1492) sækir
hirðstjóri enn norSur. 26. sept. 1492 var haldi'ö
þriggja hreppa þing aö Spjaldhaga i Eyjafirði. Voru
þeir þar báöir komnir, hiröstjóri og biskup. Kröföu
þeir lögréttumenn þá, er þar voru, aö skipta jörö-
um þeim, er Bjarni taldist hafa átt, þegar hann
féll í málið, milli konungs og kirkju, en þeir neit-
uöu aö gera það. Páll Brandsson var á þinginu og
talaöi „meö mikið hugmóð í móti hirðstjóranum og
biskupinum i þessu óbótamáli fylgjandi fram meö
fullri hindran í sínum oröum“, og tók hirðstjórinn
vitnisburði um þaö. En ekki hefur Páll Brandsson
haft vopnaö liö til varnar að þessu sinni. Þegar nú
lögréttumenn neituðu aö gera skiptin, skipta þeir
hiröstjóri og biskup jörðum Bjarna sjálfir með
hlutkesti. Voru annarsvegar taldar jaröirnar Þverá
í Fnjóskadal með Heiðarhúsum og Vík í Flateyjar-
dal á 80 hndr. samtals, en hinsvegar Þverá i Eyja-
firði, Arndísarstaðir og Kálfborgará í Bárðardal,
einnig samtals 80 hndr. Hlaut Hólakirkja fyrr-
nefndu jarðirnar, en konungur hinar síðarnefndu.
Lauk þannig málum Bjarna Ólasonar. Var að lok-
um farið eftir dómi Ólafs biskups frá 14. maí 1481
og erkibiskupsbréfinu frá 22. sept. s. á. eins og
vænta mátti, en Alþingisdómur Hrafns lögmanns
Brandssonar frá 30. júní 1481, um undanfæri þeirra
feðgina, og tylftareyöar þeirra aö engu hafðir.
Skiptagerö þessi sýnist mjög fljótfærnislega gerð.
Fyrst og fremst sýnist vera gengið fram hjá fjór-
’um jörðum, sem telja má víst, aö Bjarni hafi átt :
Samtýni i Kræklingahlíð, Öxará í Ljósavatnsskarði
og Höskuldsstöðum og Jódísarstöðum í Þverár-