Eimreiðin - 01.01.1937, Qupperneq 20
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
Verzlunin.
Framför hefur orðið á nýjum veiði- og verkunarháttum.
Af harðílski voru flutt út 561 tonn (1935: 152), af freðíiski
935 tonn (1935: 625) og niðursoðnar rækjur fyrir 24 þús. kr.
Verðlag á ýmsum íslenzkum vörum liækkaði eins og áður
er sagt, en verð á útlendum vörum tiltölulega minna, svo að
segja má að verzlunin á árinu haíi verið hag-
stæð. Innflutningshöft og' tollar gerðu og' sill
til að draga úr aðflutningi á inörgum útlendum vörum og'
auka að sama skapi innanlandsverzlun.
Yfirlit Hagtíðinda um smásöluverð í Reykjavík sýnir fremur
lækkun, þannig að matvæli, sem kostuðu 100 kr. árið 1914,
kostuðu í árslok fyrra árs 188 kr., cn í árslok 1936 186 kr.
Eldsneyti og Íjósmeti liefur staðið í stað. Byggingarvörur
höfðu aftur hækkað nokkuð á árinu.
Viðslciftajöfnuðurinn við útlönd varð í hagstæðara lagi sam-
kvæmt bráðabirgðatalningu á innfluttum og útfluttuin vörum.
Hér er yfirlit fjögra ára:
Innflutt
Árið 1936: kr. 41 631 000
Utllutt
kr. 48 239 000 (bráðabirgðatölur)
— 1935: — 45 470 000 — 47 772 000 (Verzl.skýrslur)
1934:— 51 723 000 — 47 854 000 —»—
— 1933:— 49 373 000 — 51 833 000 —»—
Þrátt fyrir þennan liagstæða viðskiftajöfnuð liafa lausa-
skuldir bankanna erlendis fremur aukist, og munu helzt
valda því aðkallandi yfirfærslur vegna fyrri ára skulda. Lausa-
skuldirnar voru 8,2 milj. kr. í árslok, en 6,9 milj. í árslok 1935.
Seðlautnferð var 10,o miljónir króna, á móti 10,3 milj. króna
í árslok 1935. Gengi og vextir voru hvorttveggja óbreytt á
árinu. Innanlands-viðslcifti jukust allmikið, sem von var,
jafnhliða hinni vaxandi iðnframleiðslu.
Árið 1936 er talið hið hagstæðasta, sem komið hefur síðan
1929. Lakasta árið með verðlag var 1932, og lagði dilkurinn
sig þá á 8 kr. Nú lagði hann sig á 16 kr. —
Ullarverð liækkaði um 25 °/o, en gærur um
30—40°/o. Dilkar höfðu verið með vænsta móti,
og var slátrað til sölu 360 þúsundum eða meiru en nokkru
sinni fyr. Fjárstofninn hefur farið minkandi. Árið 1933 var
framgengið fé 730 000, en var nú talið um 640 000.
Landbún-
aðurinn.