Eimreiðin - 01.01.1937, Síða 101
EIMREIÐIN
EIGN VOR í GARÐI DANA
87
að fela ríkinu það til varðveizlu og gæzlu, aí því að hann
vildi ekki að það færi á flæking, og vegna þess að liann
vissi, að ríkisvaldið var það afl, sem færast vai um að halda
Þessu til haga. Ef ísland hel'ði á hans dögum ekki verið
danskur landshluti, heldur hluti annars ríkis, þá mundi safn
hans hafa lent í vörzlum þess, og ef ísland hefði venð sjalf-
stætt ríki, mundi safn hans hafa verið falið því á hendur, og
iiefði aldrei út fyrir landsteinana komið. I5að var því ein-
göngu í skjóli þess, að ísland var óaðskiljanlegur liluti Dana-
'eldis, að safn Árna lenti í Kaupmannahöfn. ... «
Hétt fyrir miðja öldina sem leið fór danska stjórmn að
8anga eftir kirkjugripum liér á landi og forngripum hja em-
stökum mönnum, til þess að koma þeim fyrir í þjóðmenja-
safni sinu. Sumt fékk hún endurgjaldslaust, fyrir sumt varð
hnn að borga, en ef ísland þá hefði ekki verið partur Dana-
veldis, hefðu Danir illa aðstöðu haft til slíkrar starfsemi og
hefðu sama sem engu náð, en ef eitthvað helði ^eiið, Hefðu
Þeir verið rullir keimildarmenn að þvi, þar sem það hefði
gengið undan oss fyrir hirðuleysi og vangæzlu sjálfra vor.
Það liggur því í augum uppi, að alt, sem Danir liala lengið
hér á landi af skjölum, handritum og forngripum fram til
18'4, hafa þeir fengið í skjóli þess, að ísland var óaðskiljan-
legur liluti Danaveldis.
Danir bera það fyrir sig til varnar »eignarrétti<< sinum a
þessum hlutum öllum, að þeir liafi bjargað þenn undan
glötun, sem liefði verið þeim vís hér, og að þeir seu þvi
’éHir handhafar þeirra. I3að er mjög liklegt, að þeir liah
bjargað þessum hlutum undan glötun, en það hefur engan
eignarrétt skapað þeim eða getað skapað þeim, þvi að þeir
v°ru þar beinlinis að inna af hendi skyldu, sem leiddi af
óvéfengjanlegum yfirráðarétti þeirra yfir íslandi. Meira en það,
~~ þeir hefðu beinlínis gerst sekir um vanrækslu og hirðm
leysi, ef þeir hefðu ekki bjargað þessum lilutum, því að það
Var skylda þeirra að veita landinu forsjá í þessu sem oðru.
Það getur því engan sjálfstæðan rétt liafa skapað þeim til
þessara hluta, að þeir hafa í þessu efni rækt skyldu sina við
hinn danska rikishluta ísland; slíkt getur inning skyldu
nldrei.